Fara í efni

Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs

Málsnúmer 1206225

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 10.07.2012

Umhverfisráðuneytið hefur að undanförnu unnið að útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Samkvæmt 3 mgr 4 gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs gefur ráðherra út til 12 ára í senn almenna áætlun um meðhöndlun úrgangs sem gildir fyrir allt landið. Hér eru lögð fram drög að landsáætluninni og er veittur frestur til 15 ágúst nk til að koma með ábendingar eða athugasemdir við drögin. Drögin verða tekin fyrir á næsta fundi sem áformað er að halda fimmtudaginn 9 ágúst.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 599. fundur - 09.08.2012

Afgreiðsla 74.fundar umhverfis - og samgöngunefndar staðfest á 599. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 75. fundur - 09.08.2012

Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir árið 2013-2024 lögð fram. Umsögn um áætlunina hefur verið frestað til 10.september 2012 og mun umhverfis - og samgöngunefnd taka málið upp aftur fyrir þann tíma til lokaumsagnar. Nefndin vill þó koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri:
1. Í kafla 4.3.3.a stendur stjórnvöld, ekki er nánar tilgreint hvaða stjórnvald er átt við né hvernig kostnaðarskiptingu skuli háttað bæði hvað varðar byggingu, rekstur og flutningskostnað úrgangs. Ekki kemur fram hvernig bregðast skuli við smithættu á sóttmenguðum úrgangi sem flytja á á milli svæða.
2. í kafla 5.3.a stendur að undanþágur vegna afskekktra byggða verði afnumdar, nefndin óskar eftir að fá að vita hvaða rök liggja þar að baki.
3. Í kafla 5.2.b stendur að kostnaður við meðhöndlun úrgangs eigi að falla á úrgangshafa, nefndin telur að það vanti hvatningu til að skila inn úrgangi, þannig að ekki sé leitað leiða við að losa sig við úrgang á annan hátt. Hvernig á að fylgja því eftir að úrgangi sé skilað, s.s. frá lögbýlum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 76. fundur - 07.09.2012

Umsagnarfrestur um drög að landsáætlun var framlengdur til 10. september. Lögð var fram umsögn sem Sambands íslenskra sveitarfélaga um drögin. Samþykkt að taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umhverfis og samgöngunefnd telur mikilvægt að ítreka við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hún fylgi málinu eftir og gæti hagsmuna sveitarfélaga varðandi gerð landsáætlunarinnar meðal annars með frekari aðkomu þeirra að vinnu við gerð áætlunarinnar.
Nefndin vill til viðbótar koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum og ábendingum.
Í kafla 4.3.3.a stendur stjórnvöld, ekki er nánar tilgreint hvaða stjórnvald er átt við, né hvernig kostnaðarskiptingu skuli háttað bæði hvað varðar byggingu, rekstur og flutningskostnað úrgangs. Ekki kemur fram hvernig bregðast skuli við smithættu á sóttmenguðum úrgangi sem flytja á á milli svæða.
Í kafla 5.3.a stendur að undanþágur vegna afskekktra byggða verði afnumdar, nefndin óskar eftir að fá að vita hvaða rök liggja þar að baki.
Í kafla 5.2.b stendur að kostnaður við meðhöndlun úrgangs eigi að falla á úrgangshafa, nefndin telur að það vanti hvatningu til að skila inn úrgangi, þannig að ekki sé leitað leiða við að losa sig við úrgang á annan hátt. Hvernig á að fylgja því eftir að úrgangi sé skilað, s.s. frá lögbýlum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 75. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 76. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.