Fara í efni

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1206323

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 597. fundur - 12.07.2012

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, þar sem fram kemur að nefndin hafi yfirfarið ársreikning sveitarfélagsins fyrir rekstrarárið 2011 og fjárhagsáætlanir fyrir árin 2012-2013. Með tilvísun til 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og reglugerðar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga 502/2012, er það mat nefndarinnar að fjármál sveitarfélagsins þarfnist frekari skoðunar og að sveitarfélagið standist ekki fjárhagslegt viðmið jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaga. Í samræmi við 16. gr. reglugerðar nr. 502/2012 óskar eftirlitsnefndin eftir áætlun sveitarstjórnar um hvernig hún hyggst ná viðmiðum 1. tölul. 2.mgr. 64. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Svör skulu berast til nefndarinnar eigi síðar en 1. september 2012.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa svör til eftirlitsnefndarinnar, en unnið er að rekstrarhagræðingu hjá sveitarfélaginu.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
"Bréfið frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga staðfestir málflutning Frjálslyndra og óháðra um að rétt sé að taka verði á í rekstri sveitarfélagsins."

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 116. fundur - 05.02.2013

Lagt fram til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga að Sveitarfélagið Skagafjörður sé ekki lengur til skoðunar.