Fara í efni

Fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016

Málsnúmer 1207025

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 74. fundur - 10.07.2012

Fyrir liggur bréf Siglingastofnunar dagsett 29. júní 2012. Fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016. Samþykkt að óska eftir framlögum vegna rannsóknarmælinga í Sauðárkrókshöfn og eftir framlagi í viðhaldsdýpkunar. Einnig, að fengnum niðurstöðum rannsóknarmælinga verði skoðað að sækja um framlag til lengingar sandfangara. Samþykkt að óska eftir dýptarmælingu í Hofsóshöfn og dýpkun ef þarf. Einnig samþykkt að óska eftir framlagi við sjóvörn hafnarmannvirkja að Reykjum á Reykjaströnd og við Stakkgarðshólma að Hrauni í Fljótum
Umbeðnum upplýsingum vöruflutninga og heimaflota hafnanna hefur verið skilað til Siglingastofnunar. Það var gert 10. Janúar sl.verði það niðurstaða

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 597. fundur - 12.07.2012

Lagt fram til kynningar bréf frá Siglingastofnun varðandi fjögurra ára samgönguáætlun 2013-2016. Erindið einnig tekið fyrir á 74. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 599. fundur - 09.08.2012

Afgreiðsla 74.fundar umhverfis - og samgöngunefndar staðfest á 599. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.