Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 600

Málsnúmer 1208009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 292. fundur - 29.08.2012

Fundargerð 600. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 292. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.

Þorsteinn T. Broddason kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson. Hér var gert stutt fundarhlé. Fundi síðan fram haldið og kom Sigurjón Þórðarson í pontu og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lýsir yfir undrun og áhyggjum að gögn sem snúa að byggingu Árskóli hafi verið haldið frá kjörnum fulltrúum svo sem fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga vegna framkvæmdanna. Ósk um eðlilegan aðgang að gögnum hefur legið fyrir hjá formanni byggðarráðs svo vikum skiptir. Eðlilegt væri að umrædd gögn væru ekki einungis aðgengileg fyrir sveitarstjórnarfulltrúa, heldur einnig fyrir íbúa sveitarfélagsins. Feluleikuleiknum verður að linna og hef ég þess vegna óskað eftir liðsinni Innanríkisráðuneytisins til þess að honum verði hætt og farið verði að 28. grein sveitarstjórnarlaga."

Þá kom Þorsteinn T. Broddason og tók til máls, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson.