Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

292. fundur 29. ágúst 2012 kl. 16:15 - 17:43 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason 2. varaforseti
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Gísli Sigurðsson 1. varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Heilbrigðiseftirlit - Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 3. júlí 2012.

3.Norðurá Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201017Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Norðurár bs. frá 27. mars og 3. apríl 2012.

4.SKV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201009Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna ehf. frá 10. júlí 2012.

5.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Lagaðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNV frá 25. maí, 19. júní og 5. júlí 2012.

6.Samb.ísl.sveit. Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201011Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. júní 2012.

7.Fundargerðir til kynningar, staðfestar af byggðarráði í sumarleyfi sveitarstjórnar 2012

Málsnúmer 1207062Vakta málsnúmer

Fundargerðir er hlutu fullnaðarafgreiðslu í sumarleyfi sveitarstjórnar, sem stóð frá 28. júní 2012 til 17. ágúst 2012, lagðar fram til kynningar á 292. fundi sveitarstjórnar.

Byggðarráð frá 28. júní, 12. júli, 19. júlí og 9. ágúst.
Skipulags- og byggingarnefnd frá 9. júlí og 31.júlí.
Umhverfis- og samgöngunefnd frá 10. júlí og 9. ágúst.
Byggingarnefnd Árskóla frá 18. júlí, 20. júlí og 25. júlí.

8.Tillaga um skipun starfshóps til endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins

Málsnúmer 1208159Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri leggur fram svohljóðandi tillögu um skipun starfshóps til endurskoðunar á samþykktum sveitarfélagsins.
"Sveitarstjórn samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp sem yfirfari og geri tillögur að breytingu á samþykktum sveitarfélagsins og stofnana þess, með hliðsjón af nýjum sveitarstjórnarlögum og fyrirmynd að nýjum samþykktum sveitarfélaga sem ráðuneyti mun gefa út."

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

Forseti bar upp tillögu um að eftirtaldir einstaklingar verði tilnefndir í starfshópinn:
Hrefna Gerður Björnsdóttir, Bjarki Tryggvason og Gísli Árnason.

Enginn kvaddi sér hljóðs.

Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

9.Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa í fastanefndum frá 20. september 2012

Málsnúmer 1208160Vakta málsnúmer

Endurtilnefning áheyrnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, í fastanefndir Sveitarfélagins Skagafjarðar til eins árs frá 20. september 2012.

Gerð er tillaga um eftirtalda áheyrnarfulltrúa:

Atvinnu- og ferðamálanefnd
Aðalmenn: Gunnsteinn Björnsson (D) og Árni Gísli Brynleifsson (S)
Varamenn: Arnljótur Bjarki Bergsson (D) og Helgi Thorarensen (S)

Félags- og tómstundanefnd
Aðalmenn: Guðný Axelsdóttir (D)og Hanna Þrúður Þórðardóttir (F)
Varamenn: Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir (D) og Sigurjón Þórðarson (F)

Fræðslunefnd:
Aðalmenn: Hanna Þrúður Þórðardóttir (F) og Guðni Kristjánsson (S)
Varamenn: Pálmi Sighvats (F) og Þorsteinn Tómas Broddaon (S)

Landbúnaðarnefnd:
Aðalmenn: Guðný H. Kjartansdóttir(F)og Guðrún Helgadóttir (S)
Varamenn: Sigurjón Þórðarson (F) og Ingibjörg Hafstað (S)

Menningar- og kynningarnefnd:
Aðalmenn: Eybjörg Guðnadóttir (D) og Árni Gísli Brynleifsson (S)

Varamenn: Emma Sif Björnsdóttir (D) og Helgi Thorarensen (S)

Skipulags- og byggingarnefnd:
Aðalmenn: Pálmi Sighvats (F) og Svanhildur Guðmundsdóttir (S)

Varamenn: Hrefna Gerður Björnsdóttir (F) og Árni Gísli Brynleifsson (S)

Umhverfis- og samgöngunefnd:
Aðalmenn: Jón Sigurðsson (D) og Guðný H. Kjartansdóttir (F)

Varamenn: Ingibjörg Sigurðardóttir (D) og Hanna Þrúður Þórðardóttir (F)

Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

10.Tilnefning áheyrnarfulltrúa í fastanefndir

Málsnúmer 1208141Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson lagði fram svohljóðandi tillögu:

"Lagt er til að þeir flokkar eða framboðsaðilar sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn en hafa ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins geti tilnefnt til eins árs áheyrnarfulltrúa ásamt varamanni til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili hefur ekki fengið kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt. Samkvæmt þessu verði áheyrnarfulltrúar tilnefndir í skipulags- og byggingarnefnd, fræðslunefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, menningar- og kynningarnefnd og landbúnaðarnefnd."

Bjarni Jónsson
Stefán Vagn Stefánsson"

Til máls tók Bjarni Jónsson með leyfi 1. varaforseta og fleiri ekki.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með níu atkvæðum.

11.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - 31090 Nýframkv. v. Árskóla

Málsnúmer 1208096Vakta málsnúmer

Tillögu um viðauka við fjárhagsáætlun 2012 vegna viðbyggingar við Árskóla, hönnun og framkvæmdir vísað frá 600. fundi byggðarráðs til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Stefán Vagn Stefánsson leggur fram tillögu um að hækka fjárfestingarlið eignasjóðs um 170.000.000 kr. vegna viðbyggingar við Árskóla og útgjöldunum verði mætt með nýrri lántöku í samræmi við þriggja ára áætlun.

Til máls tóku Þorsteinn T. Broddason sem leggur fram eftirfarandi bókun:

"Óreiðan sem meirihluti Framsóknarflokksins og Vinstri grænna býður uppá í stjórnsýslu sveitarfélagsins er algjörlega óásættanleg. Hér sést enn og aftur einbeittur vilji þeirra til að halda málefnum sveitarfélagsins utan við alla eðlilega umræðu og ákvarðanatöku í sveitarstjórn. Framkvæmdir þær sem hér er verið að óska eftir að verði fjármagnaðar af sveitarstjórn eru nú þegar hafnar og væntanlega er búið að skuldbinda sveitarsjóð án aðkomu sveitarstjórnar. Ekki fæst betur séð en að þessi framvinda málsins sé í ósamræmi við 63. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem fjallað er um fjármál sveitarfélaga. Viðauki sá sem hér er til umræðu og samþykktar ber einnig það með sér að þetta mál sé einhverskonar einkamál nokkurra einstaklinga í sveitarstjórn. Engin útfærsla fylgir með tillögunni að lántökunni og svörin sem fengist hafa eru að ekki sé búið að ganga frá fjármögnun verksins. Í framhaldi af þessu máli verður leitað álits á lögmæti þessa verknaðar hjá Innanríkisráðuneyti í samræmi við 112. grein fyrrnefndra laga. Í ljósi þessa greiði ég atkvæði gegn þessum viðauka við fjárhagsáætlun 2012."

Næst tóku til máls Sigurjón Þórðarson og Stefán Vagn Stefánsson sem leggur fram svohljóðandi bókun:

"Á fundi sínum 7. mars 2012 ákvað sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hafnar yrðu framkvæmdir við viðbyggingu og endurbætur á Árskóla. Á sama fundi var þriggja ára áætlun sveitarfélagsins samþykkt, í þeirri áætlun var fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 leiðrétt og breytt með tilliti til framkvæmdarinnar til að sjá fjárhagsleg áhrif á fjárhagstöðu sveitarfélagsins til lengri tíma. Samþykkt var frumkostnaðaráætlun upp á rúmar 518 milljónir króna. Tillaga þessi var samþykkt með fyrirvara um fjármögnun. Fyrir liggur að Kaupfélag Skagfirðinga hefur boðist til að lána fjármagn til verksins, án vaxta og afborgana á meðan á byggingartíma stendur. Á þeim fundi var einnig nánari útfærsla lánsfjármögnunar og úttekt á mögulegum fjármögnunarkostum til lengri tíma falin sveitarstjóra og bygginganefnd Árskóla. Einnig hafa fleiri aðilar sýnt fjármögnun verksins áhuga.
Ýmis gögn og teikningar er málið varða hafa verið kynnt í byggðarráði. Öll gögn eru aðgengileg öllum sveitarstjórnarfulltrúum jafnóðum og þau hafa lagst til hjá tæknideild sveitarfélagsins og hafa verið allan tíman. Hvorki fulltrúi samfylkingarinnar né fulltrúi Frjálslyndra og óháðra hafa leitað eftir upplýsingum hjá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs vegna málsins.
Við samþykkt þriggja ára áætlunar lá ljóst fyrir að gera þyrfti viðauka við fjárhagsáætlun 2012. Ekki lá fyrir hvaða upphæð þyrfti að koma fram í viðauka, fyrr en gengið hafði verið frá kostnaðaráætlun um áætlaðar framkvæmdir á árinu 2012, en það lá ekki fyrir fyrr en í lok júlí 2012. Álit um hvernig framkvæma skuli samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélaga barst til sveitarfélagsins frá innanríkisráðuneyti þann 22. ágúst s.l. og liggur fyrir næsta byggðarráðsfundi. Vegna sumarleyfa sveitarstjórnar var ekki hægt að taka viðaukann til umfjöllunar fyrr. Viðaukinn hljóðar upp á 170 mkr. og er töluvert lægri en samþykkt var með þriggja ára áætlun 7. mars 2012.
Búið er að fjalla um framkvæmdir við Árskóla á yfir 20 sveitarstjórnar- og byggðarráðsfundum.
Bjarni Jónsson
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson"

Næst tóku til máls Sigríður Svavarsdóttir, Sigurjón Þórðarson sem leggur fram bókun:

"Það er ljóst að málið hefur fengið mjög óeðlilega málsmeðferð, þar sem mikilvægum gögnum hefur verið leynt fyrir kjörnum fulltrúum. Sömuleiðis er staðreyndin sú að fjárhagslegar forsendur sem gengið var út frá, þegar ákveðið var að fara í framkvæmdirnar eru brostnar. Hallarekstur ársins
2011 var tvöfalt meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og rekstrarniðurstöður fyrstu 7 mánuði ársins 2012 gefa til kynna að hallinn verði margfalt meiri í ár en áætlun gerði ráð fyrir. Óverjandi er að afgreiða málið, áður en að kjörnum fulltrúum gefst kostur á að kynna sér öll gögn sem varða málið s.s. fjármögnun og verkáætlun."

Þorsteinn T. Broddason kom næstur í pontu og fleiri ekki.

Forseti bar tillöguna upp og var hún samþykkt með sjó akvæðum gegn atkvæði Þorsteins T. Broddasonar fulltrúa Samfylkingar. Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra situr hjá við atkvæðagreiðsluna.

12.Byggðarráð Skagafjarðar - 600

Málsnúmer 1208009FVakta málsnúmer

Fundargerð 600. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 292. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.

Þorsteinn T. Broddason kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson. Hér var gert stutt fundarhlé. Fundi síðan fram haldið og kom Sigurjón Þórðarson í pontu og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lýsir yfir undrun og áhyggjum að gögn sem snúa að byggingu Árskóli hafi verið haldið frá kjörnum fulltrúum svo sem fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga vegna framkvæmdanna. Ósk um eðlilegan aðgang að gögnum hefur legið fyrir hjá formanni byggðarráðs svo vikum skiptir. Eðlilegt væri að umrædd gögn væru ekki einungis aðgengileg fyrir sveitarstjórnarfulltrúa, heldur einnig fyrir íbúa sveitarfélagsins. Feluleikuleiknum verður að linna og hef ég þess vegna óskað eftir liðsinni Innanríkisráðuneytisins til þess að honum verði hætt og farið verði að 28. grein sveitarstjórnarlaga."

Þá kom Þorsteinn T. Broddason og tók til máls, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson.

12.1.Byggingaframkvæmdir við Árskóla

Málsnúmer 1207120Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.2.Byggingarnefnd Árskóla - 9

Málsnúmer 1207010FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.3.Auglýsing sviðsstjóri

Málsnúmer 1208114Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.4.Fjárhagsáætlun 2013

Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.5.Videosport - umsagnarbeiðni um tímabundna lengingu opnunartíma

Málsnúmer 1208107Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - 31090 Nýframkv. v. Árskóla

Málsnúmer 1208096Vakta málsnúmer

Forseti sveitarstjórnar lagði til að þessum lið fundargerðarinnar yrði vísað til afgreiðslu 2. liðar á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.7.Áskorun til sveitarfélagsins um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 1208047Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.8.Skagafjarðarveitur ehf. - aðalfundarboð 2012

Málsnúmer 1208032Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

12.9.Gagnaveita Skagafjarðar - aðalfundarboð 2012

Málsnúmer 1208034Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 17:43.