Fara í efni

Auglýsing sviðsstjóri

Málsnúmer 1208114

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 600. fundur - 22.08.2012

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 292. fundur - 29.08.2012

Afgreiðsla 600. fundar byggðaráðs staðfest á 292. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 605. fundur - 04.10.2012

Sigríður A. Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti hverjir hefðu sótt um stöðu sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs. Alls komu 15 umsóknir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 607. fundur - 18.10.2012

Sigríður A. Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið. Sigríður kynnti hvernig staðið var að auglýsingu starfs sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, mat umsókna og viðtöl við þá umsækjendur sem komust svo langt í ráðningarferlinu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Indriði Þór Einarsson verði ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Afgreiðsla 605. fundar byggðaráðs staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Málinu vísað til afgreiðslu 10. liðar á dagskrá fundarins, Sviðsstjóri framkvæmda og veitusviðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012

Að tillögu 607. fundar Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 18. október 2012, leggur forseti til við sveitarstjórn að Indriði Þór Einarsson verði ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins. Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun."Sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir ánægju sinni með ráðningu Indriða Þórs Einarssonar í starf Sviðsstjóra framkvæmda og veitusviðs og óskar honum velfarnaðar í starfi sínu.

Tillaga byggðarráðs um ráðningu Indriða Þórs Einarssonar var borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.