Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Aðalfundarboð 2012
Málsnúmer 1208034Vakta málsnúmer
2.Aðalfundarboð 2012
Málsnúmer 1208032Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð vegna Skagafjarðarveitna ehf.
Byggðarráð staðfestir heimild Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð staðfestir heimild Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
3.Áskorun til sveitarfélagsins um breytingu á aðalskipulagi
Málsnúmer 1208047Vakta málsnúmer
Lagðar fram áskoranir frá íbúum í fyrrum Lýtingsstaðahreppi, þar sem skorað er á sveitarstjórn sveitarfélagsins Skagafjarðar að sýna kjark og taka aðalskipulag sveitarfélagsins til endurskoðunar þar sem Blöndulína 3 verði tekin út af aðalskipulagi sem loftlína og þess í stað lögð í jörð. Þannig eru neikvæð áhrif framkvæmdarinnar lágmörkuð og þjóðhagsleg hagkvæmni hámörkuð.
Byggðarráð vísar í eftirfarandi bókun frá 290. fundi sveitarstjórnar þann 23. maí 2012:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur kynnt sér frummatsskýrslu Landsnets vegna Blöndulínu 3. Í skýrslunni eru tvær leiðir metnar þó svo að á fyrri stigum máls hafi sveitarstjórn bent á aðra möguleika í leiðarvali og framkvæmdakosti, svo sem að leggja línu í jörð, í að minnsta hluta til, aðrar stauragerðir loftlína, frekari rökstuðning fyrir áætluðu spennustigi og fleiri þætti sem krefðust meiri umfjöllunar. Því miður eru þeir, og aðrir kostir í leiðarvali ekki metnir með fullnægjandi hætti í umræddri skýrslu.
Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til og er í því vísað til þingskjals 748 frá 1. febrúar 2012 um skipun nefndar á vegum iðnaðar- og umhverfisráðuneytisins sem móta á stefnu um lagningu raflína í jörð. Óráðlegt er að taka afstöðu til leiðarvals og málsins á meðan nefndin hefur ekki skilað niðurstöðu. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval, og framkvæmdakosti , þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð.
Stefán Vagn Stefánsson,
Bjarki Tryggvason,
Sigríður Magnúsdóttir,
Þórdís Friðbjörnsdóttir,
Bjarni Jónsson,
Jón Magnússon,
Sigríður Svavarsdóttir,
Guðrún Helgadóttir
Sigurjón Þórðarson."
Byggðarráð áréttar jafnframt að sveitarstjórnarmenn hafa gert skýlausa kröfu til stjórnar og forsvarsmanna Landsnets að skoðaðir verði að fullri alvöru aðrir valkostir um legu Blöndulínu 3 svo sem með jarðstrengjum og öðrum línuleiðum. Þessir valkostir verða meðal annars teknir til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun nýsamþykkts aðalskipulags.
Byggðarráð vísar í eftirfarandi bókun frá 290. fundi sveitarstjórnar þann 23. maí 2012:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur kynnt sér frummatsskýrslu Landsnets vegna Blöndulínu 3. Í skýrslunni eru tvær leiðir metnar þó svo að á fyrri stigum máls hafi sveitarstjórn bent á aðra möguleika í leiðarvali og framkvæmdakosti, svo sem að leggja línu í jörð, í að minnsta hluta til, aðrar stauragerðir loftlína, frekari rökstuðning fyrir áætluðu spennustigi og fleiri þætti sem krefðust meiri umfjöllunar. Því miður eru þeir, og aðrir kostir í leiðarvali ekki metnir með fullnægjandi hætti í umræddri skýrslu.
Sveitarstjórn áréttar ennfremur að við undirbúning og vinnu að línulögninni sé tekið ríkt tillit til hagsmuna heimamanna og skoðað hvort og þá með hvaða hætti hægt er að koma til móts við kröfur um línulögn í jörð að hluta til og er í því vísað til þingskjals 748 frá 1. febrúar 2012 um skipun nefndar á vegum iðnaðar- og umhverfisráðuneytisins sem móta á stefnu um lagningu raflína í jörð. Óráðlegt er að taka afstöðu til leiðarvals og málsins á meðan nefndin hefur ekki skilað niðurstöðu. Sveitarstjórn áskilur sér rétt til að setja skilyrði fyrir lagningu Blöndulínu 3 hvað varðar leiðarval, og framkvæmdakosti , þar með talið að raflína verði að hluta til lögð í jörð.
Stefán Vagn Stefánsson,
Bjarki Tryggvason,
Sigríður Magnúsdóttir,
Þórdís Friðbjörnsdóttir,
Bjarni Jónsson,
Jón Magnússon,
Sigríður Svavarsdóttir,
Guðrún Helgadóttir
Sigurjón Þórðarson."
Byggðarráð áréttar jafnframt að sveitarstjórnarmenn hafa gert skýlausa kröfu til stjórnar og forsvarsmanna Landsnets að skoðaðir verði að fullri alvöru aðrir valkostir um legu Blöndulínu 3 svo sem með jarðstrengjum og öðrum línuleiðum. Þessir valkostir verða meðal annars teknir til skoðunar við fyrirhugaða endurskoðun nýsamþykkts aðalskipulags.
4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 - 31090 Nýframkv. v. Árskóla
Málsnúmer 1208096Vakta málsnúmer
Viðauki við fjárhagsáætlun 2012 vegna viðbyggingar við Árskóla, hönnun og framkvæmdir. Gerð er tillaga til sveitarstjórnar um að hækka fjárfestingarlið eignasjóðs um 170.000.000 kr. og útgjöldunum verði mætt með nýrri lántöku.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa tillögunni til afgreiðslu í sveitarstjórn.
5.Videosport - umsagnarbeiðni um tímabundna lengingu opnunartíma
Málsnúmer 1208107Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Videósports ehf. um tímabundinn flutning á vínveitingaleyfi sínu, í veitingatjald við Loðskinn ehf, Borgarmýri 5, Sauðárkróki, föstudaginn 24. ágúst og laugardaginn 25. ágúst 2012 vegna tónlistarhátíðarinnar Gærunnar. Einnig er óskað eftir því að fá að hafa veitingastaðina Kaffi Krók og Mælifell opna til 04:00 aðfararnótt laugardagsins 24. ágúst og aðfararnótt sunnudagsins 25. ágúst n.k.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
6.Fjárhagsáætlun 2013
Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer
Farið yfir vinnuferli og frumforsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
7.Auglýsing sviðsstjóri
Málsnúmer 1208114Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa starf sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k.
8.Byggingarnefnd Árskóla - 9
Málsnúmer 1207010FVakta málsnúmer
Fundargerð byggingarnefndar Árskóla lögð fram til staðfestingar á fundi byggðarráðs 23. ágúst 2012.
8.1.Byggingaframkvæmdir við Árskóla
Málsnúmer 1207120Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 9. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 600. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lýsir yfir undrun og áhyggjum að gögn sem snúa að byggingu Árskóli hafi verið haldið frá byggðarráði svo sem fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga vegna framkvæmdanna. Ósk um eðlilegan aðgang að gögnum hefur legið fyrir hjá formanni byggðarráðs svo vikum skiptir. Eðlilegt væri að umrædd gögn væru ekki einungis aðgengileg fyrir sveitarstjórnarfulltrúa, heldur einnig fyrir íbúa sveitarfélagsins.
Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra lýsir yfir undrun og áhyggjum að gögn sem snúa að byggingu Árskóli hafi verið haldið frá byggðarráði svo sem fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga vegna framkvæmdanna. Ósk um eðlilegan aðgang að gögnum hefur legið fyrir hjá formanni byggðarráðs svo vikum skiptir. Eðlilegt væri að umrædd gögn væru ekki einungis aðgengileg fyrir sveitarstjórnarfulltrúa, heldur einnig fyrir íbúa sveitarfélagsins.
9.Rekstrarupplýsingar 2012
Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - júlí 2012.
Fundi slitið - kl. 11:11.
Byggðarráð staðfestir heimild Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.