Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

607. fundur 18. október 2012 kl. 09:00 - 09:32 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Auglýsing - sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs

Málsnúmer 1208114Vakta málsnúmer

Sigríður A. Jóhannsdóttir, mannauðsstjóri sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið. Sigríður kynnti hvernig staðið var að auglýsingu starfs sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, mat umsókna og viðtöl við þá umsækjendur sem komust svo langt í ráðningarferlinu.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Indriði Þór Einarsson verði ráðinn sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins.

2.Víðigrund 24 2hv-Kauptilboð

Málsnúmer 1210023Vakta málsnúmer

Málið áður á 605. fundi byggðarráðs. Lagt fram nýtt tilboð frá Jóhannesi Bjarka Jóhannessyni í íbúð sveitarfélagsins í Víðigrund 24 (2hv), 213-2409.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Jóhannesar Bjarka.

3.Verið vísindagarðar ehf. - Aðalfundur 2012

Málsnúmer 1210160Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur um aðalfund Versins vísindagarða ehf., miðvikudaginn 31. október 2012.
Byggðarráð samþykkir að Bjarni Jónsson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og fari með atkvæðisrétt.

4.Rekstrarstyrkur við Sjónarhól

Málsnúmer 1210133Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sjónarhóli - ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk til starfseminnar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu félags- og tómstundanefndar.

5.SSNV Fundargerðir stjórnar 2012

Málsnúmer 1201010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 2. október 2012

6.Ályktanir af fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar

Málsnúmer 1210260Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ályktanir af fulltrúafundi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldinn var í Stykkishólmi dagana 12.-14. október 2012.

7.Kynning: Tillaga að landsskipulagsstefnu 2013 - 2024

Málsnúmer 1210211Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur um kynningarfundi Skipulagsstofnunar varðandi tillögu að landsskipulagsstefnu 2013-2024. Fundirnir eru haldnir í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaganna. Fundir verða m.a. haldnir á Blönduósi 24. október og Akureyri 26. október nk.

8.Námskeið í Brussel um byggðastefnu ESB: Auglýst eftir umsóknum

Málsnúmer 1210233Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, þar sem kynnt er námskeið um byggðastefnu ESB undir yfirskriftinni: Þátttaka sveitarfélaga í byggðastefnu Evrópusambandsins (e. Participation of Municipalities in EU Regional Policy). Námskeiðið verður haldið í Brussel og er allur þátttökukostnaður þ.m.t. ferða- og uppihaldskostnaður greiddur af Evrópusambandinu.

Fundi slitið - kl. 09:32.