Eftirfylgni með úttekt á Árskóla 2010
Málsnúmer 1209119
Vakta málsnúmerFræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 81. fundur - 22.10.2012
Frá því er úttekt var gerð á Árskóla af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur markvisst verið unnið að bæta úr þeim athugasemdum sem fram komu í úttektinni. Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í úrbæturnar og felur fræðslustjóra og skólastjóra Árskóla að svara erindinu. Jafnframt verður ráðuneytinu send ný skólanámskrá sem unnin hefur verið í samræmi við lög og nýja aðalnámskrá.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012
Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 83. fundur - 10.12.2012
Lögð fram ítrekun frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um svör um úrbætur sem ráðuneytið fór fram á í kjölfar úttektar sem ráðuneytið lét gera á skólahaldi í Árskóla árið 2010. Jafnframt lagt fram svarbréf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra Árskóla.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 296. fundur - 14.12.2012
Afgreiðsla 83. fundar fræðslunefndar staðfest á 296. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.