Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs
Málsnúmer 1212031Vakta málsnúmer
Tillaga að fjárhagsáætlun fyrir fræðslunefnd lögð fram. Í samræmi við stefnumörkun sveitarstjórnar er gert ráð fyrir að hagræðing í stofnunum komi fyrst og fremst til framkvæmda í launaliðum með það að markmiði að hlutfall launa af tekjum sveitarfélagsins lækki úr 66,6% á árinu 2011 í 57% í árslok 2014. Ítrekað er að fækkun starfa komi fyrst og fremst til vegna starfsmannaveltu og/eða skipulagsbreytinga. Á það er bent að meðaltalshlutfall launa af tekjum sveitarfélaga er 53-54%. Fræðslunefnd samþykkir fram lagða tillögu að fjárhagsáætlun fræðslusviðs fyrir árið 2013 og vísar henni til byggðarráðs.
2.Eftirlit með fjölda skóladaga 2011 - 2012
Málsnúmer 1212006Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem gerðar eru athugasemdir við að skóladagar eru tveimur færri í Varmahlíðarskóla en lög gera ráð fyrir á skólaárinu 2011-2012. Jafnframt lagt fram svar skólastjóra þess efnis að vegna óveðurs og ófærðar féll skólahald niður í tvo daga á síðasta skólaári. Skólastjóra falið að svara ráðuneytinu með þessum skýringum.
3.Eftirfylgni með úttekt á Árskóla 2010
Málsnúmer 1209119Vakta málsnúmer
Lögð fram ítrekun frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu um svör um úrbætur sem ráðuneytið fór fram á í kjölfar úttektar sem ráðuneytið lét gera á skólahaldi í Árskóla árið 2010. Jafnframt lagt fram svarbréf sviðsstjóra fjölskyldusviðs og skólastjóra Árskóla.
4.Beiðni um styrk til nýsköpunarkeppni grunnskólanna
Málsnúmer 1211106Vakta málsnúmer
Lagt er til að keppni þessi verði styrkt með sama hætti og síðasta ár.
5.Fyrirspurn um biðlista í Árvist o.fl.
Málsnúmer 1210289Vakta málsnúmer
Upplýst var að hægt verður að taka inn öll börn sem eru á biðlista um áramót. Þetta er gert með breytingum á skipulagi og nýtingu skólahúsnæðisins. Lagt er til að reglur um innritun og fyrirkomulag dvalar í Árvist verði endurskoðaðar á vorönn.
6.Umsókn um styrk 2012
Málsnúmer Vakta málsnúmer
Lagt er til að keppni þessi verði styrkt með sama hætti og síðasta ár.
Fundi slitið - kl. 14:25.