Ósk um samstarf
Málsnúmer 1209168
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012
Afgreiðsla 604. fundar byggðaráðs staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 64. fundur - 10.10.2012
Lagt fram bréf frá Veraldarvinum þar sem boðnir eru fram sjálfboðaliðar til vinnu við ýmis verkefni á árinu 2013.
Menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir þann áhuga sem Veraldarvinir sýna á að vinna fyrir sveitarfélagið, en sér ekki möguleika á að nýta tilboðið.
Menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir þann áhuga sem Veraldarvinir sýna á að vinna fyrir sveitarfélagið, en sér ekki möguleika á að nýta tilboðið.
Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 189. fundur - 16.10.2012
Kynnt bréf frá samtökunum Veraldarvinum sem vísað var til nefnda frá byggðarráði 28.09.2012. Veraldarvinir leita eftir verkefnum frá sveitarfélögum fyrir sjálfboðaliða á vegum samtakanna. Nefndin vísar til forstöðumanna rekstrareininga að skoða hvort slíkt samstarf komi til greina enda rúmist þá kostnaður innan fjárheimilda og skoðist nánar við gerð fjárhagsáætlunar.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 81. fundur - 22.10.2012
Lagt fram bréf frá Veraldarvinum þar sem boðnir eru fram sjálfboðaliðar til vinnu við ýmis verkefni á árinu 2013.
Fræðslunefnd þakkar fyrir þann áhuga sem Veraldarvinir sýna á að vinna fyrir sveitarfélagið, en sér ekki möguleika á að nýta tilboðið.
Fræðslunefnd þakkar fyrir þann áhuga sem Veraldarvinir sýna á að vinna fyrir sveitarfélagið, en sér ekki möguleika á að nýta tilboðið.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 294. fundur - 24.10.2012
Afgreiðsla 64. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 294. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012
Afgreiðsla 189. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 295. fundur - 21.11.2012
Afgreiðsla 81. fundar fræðslunefndar staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð vísar erindinu til kynningar hjá öðrum fastanefndum sveitarfélagsins.