Fara í efni

Umsagnar óskað um frumvarp til laga um náttúruvernd

Málsnúmer 1301168

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 114. fundur - 22.01.2013

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.
Málið verður tekið fyrir í umhverfis- og samgöngunefnd.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 81. fundur - 23.01.2013

Lagt er fram erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 8. febrúar nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is eða bréflega til Nefndasviðs Alþingis, Austurstræti 8-10, 150 Reykjavík.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013

Afgreiðsla 81. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 82. fundur - 06.02.2013

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar í og tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og mótmælir jafnframt skerðingu á skipulagsvaldi sveitarfélaga. Jafnframt er mótmælt ákvæði til bráðabirgða, liður 2., þar sem núgildandi náttúruminjaskrá á sjálfkrafa að falla undir ákvæði laga um minjar í C hluta náttúruminjaskrár.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 298. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla 82. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 298. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.