Fara í efni

Skipulag skólahalds austan Vatna

Málsnúmer 1301180

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 298. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla 84. fundar fræðslunefndar staðfest á 298. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 85. fundur - 05.04.2013

Málið rætt og samþykkt að ákvörðun verði tekin á næsta fundi nefndarinnar sem haldinn verður í 16. viku.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 300. fundur - 17.04.2013

Sigurjón Þórðarsons sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra kvaddi sér hljóðs og óskar að bókað verði:
Meirihlutinn hefur ekki náð sátt við íbúa á Austan Vatna um breytt fyrirkomulag á skólahaldi á næsta skólaári. Nú er verið að auglýsa eftir nýjum skólastjóra og það eina rétta í stöðunni er að viðkomandi taki þátt í stefnumótun og framtíðar uppbyggingu á skólastarfi Austan Vatna.

Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun við 4. lið fundargerðar fræðslunefndar:
Málefni Grunnskólans austan vatna hafa verið til umfjöllunar hjá fræðslunefnd undanfarna mánuði, þar sem ræddar hafa verið breytingar á skóladeildum í Fljótum, Hofsósi og að Hólum. Sú umfjöllun hefur miðað að því að ná fram hagræðinu í rekstri skólans og hafa nokkrar tillögur verið lagðar fram og kynntar í þeim efnum. Þau bréf og sjónarmið foreldra og íbúa á svæðum þessara skóladeilda sem hér liggja fyrir undir þessari fundargerð, benda til þess að djúpstæður ágreiningur ríki um þær tillögur sem þegar hafa verið kynntar. Með öðrum orðum, þá hefur ekki tekist að ná fram sátt meðal foreldra nemenda og starfsmanna Grunnskólans austan vatna um breytingar fræðslunefndar á starfi skólans.
Starfsemi grunnskóla í dreifbýli sveitarfélagsins okkar snýr fyrst og fremst að hagsmunum nemenda og framtíðarnemenda skólanna og foreldrum þeirra, en er um leið grundvöllur að jafnvægi í búsetu fjölda fólks um allt sveitarfélagið. Að því ber að gæta að röskun á þessu jafnvægi, sem hefði í för með sér búferlaflutninga eða jafnvel flótta ungs fólks úr sveitarfélaginu yrðu afar dýrkeyptar fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Allar hagræðingaraðgerðir ber því að skoða með heildarhagsmuni fyrir íbúa sveitarfélagsins að leiðarljósi. Sjálfstæðismenn telja það grundvallaratriði, að allar breytingar sem fyrirhugaðar eru á stafsemi Grunnskólans austan vatna, séu gerðar í fullri sátt við íbúa svæðisins.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun.
Margar hugmyndir hafa verið skoðaðar en ekkert ákveðið. Unnið hefur verið með foreldrum og kennurum að framgöngu málsins.

Afgreiðsla 85. fundar fræðslunefndar staðfest á 300. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 86. fundur - 18.04.2013

Grunnskólinn austan Vatna - tillaga formanns fræðslunefndar.

Undirritaður, formaður fræðslunefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur til eftirfarandi:
Skólaárið 2013-2014 verði skólahald austan Vatna óbreytt frá því sem nú er. Áfram verði þó leitað allra leiða til að hagræða í rekstrinum eins og mögulegt er.
Greinargerð:
Ljóst er að þær tilraunir sem gerðar hafa verið til að reyna að ná einhug meðal foreldra og starfsmanna um aðgerðir til breytinga á skólahaldi austan Vatna hafa ekki gengið eftir.
Það er á hinn bóginn eindreginn vilji fulltrúa Framsóknarflokksins í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ná fram hagræðingu í starfsemi skólans og færa fjárhagslegt rekstrarumhverfi hans til hagstæðari vegar en nú er en án þess að faglegt og félagslegt umhverfi nemendanna skerðist.
Til framtíðar litið þarf að bæta húsnæði fyrir skólastarf á Hofsósi. Leikskólinn mætir illa þeim kröfum sem gerðar eru til húsnæðis fyrir yngstu íbúana og verkgreinastofur eldri barna grunnskólans sem og aðstaða til íþróttakennslu uppfylla illa kröfur um gerð og búnað skólahúsnæðis.
Vilji fulltrúa Framsóknarflokksins er - og hefur alltaf verið - að skapa skólahaldi austan Vatna innra sem ytra umhverfi sem stenst samanburð við aðra skóla í héraðinu. Í því sambandi er mikilvægt að skoða vel möguleika á að í framtíðinni verði leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli í einu húsnæði á Hofsósi líkt og er á Hólum og Sólgörðum.
Til að ofangreint geti orðið að veruleika þarf að vinna áfram að endurskipulagningu skólastarfs og ná fram fjárhagslegri hagræðingu svo unnt sé að leggja í fjárfestingar á endurbótum húsnæðis og endurnýjun búnaðar.

Bjarki Tryggvason, formaður fræðslunefdar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Tillagan samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013

Afgreiðsla 86. fundar fræðslunefndar staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum