Fara í efni

Fjármögnunarsamningur

Málsnúmer 1301240

Vakta málsnúmer

Byggingarnefnd Árskóla - 11. fundur - 25.01.2013

Lagður fram fjármögnunarsamningur milli Kaupfélags Skagfirðinga og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um fjármögnun framkvæmda við Árskóla allt að upphæð kr. 600.000.000,- vaxtalaust. Byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn og vísar honum til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 616. fundur - 28.01.2013

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að fjármögnunarsamningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga vegna viðbyggingar og viðhaldsframkvæmda við Árskóla á Sauðárkróki og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Afgreiðsla 11. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 616.fundi byggðarráðs.

Svanhildur Guðmundsdóttir og Hrefna Gerður Björnsdóttir óska bókað: "Gott að fjármögnunarsamningur liggur loks fyrir. Skynsamlegra hefði verið að hann hefði legið fyrir við upphaf verks sem og verksamningur og má telja nokkuð óvarlega farið í svona framkvæmd án þess að fjármögnun lægi fyrir."

Byggðarráð óskar bókað:"Á fundi sveitarstjórnar þann 7. mars 2012 samþykkti sveitarstjórn að hafnar yrðu framkvæmdir við endurbætur og viðbyggingu Árskóla. Samþykkt var að verkið yrði fjármagnað með lántöku. Fyrir lá lánsloforð frá Kaupfélagi Skagfirðinga en ákveðið var að kanna fleiri lánsmöguleika með það að markmiði að ná sem hagfelldustu kjörum fyrir sveitarfélagið áður en ákvörðun um fjármögnunarleið var valin. Sú leið sem hér hefur verið valin er afar hagfelld fyrir sveitarfélagið og ber að fagna því."

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 115. fundur - 29.01.2013

Kynntur fjármögnunarsamningur við Kaupfélag Skagfirðinga vegna viðbyggingar við Árskóla.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 7. liðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, Ártorgi 1, Sauðárkróki, kt. 680169-5009, samkvæmt meðfylgjandi fjármögnunarsamningi, vegna viðbyggingar og viðhaldsframkvæmda við Árskóla á Sauðárkróki með það að markmiði að sameina á einum stað skólahald Árskóla og til að bæta aðbúnað skólabarna og starfsmanna. Lánveitandi lánar til verkefnisins allt að íslenskar krónur 600.000.000 -sexhundruðmilljónir- , í samræmi við samþykkta skilmála fjármögnunarsamningsins sem liggur fyrir fundinum.
Til tryggingar láninu er einföld ábyrgð sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Jafnframt er Ástu Björgu Pálmadóttur kt. 040764-2839, sveitarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita fjármögnunarsamning við Kaupfélag Skagfirðinga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson og Jón Magnússon kvöddu sér hljóðs.

Sigurjón Þórðarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun: Meirihluti Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur staðið mjög óeðlilega að stærstu framkvæmd sveitarfélagsins á kjörtímabilinu. Sú leynd sem ríkt hefur um verkkaup, kostnað og fjármögnun, getur ekki talist eðlileg af hálfu opinbers aðila í samskiptum sínum við eitt einstakt fyrirtæki, nú árið 2013 - nokkrum árum eftir hrun þegar krafan um gagnsæi verður sífellt háværari. Það er ljóst að þegar verkefninu var ýtt úr vör, þá var skuldastaða Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun verri en þær áætlanir sem gengið var út frá gerðu ráð fyrir, þegar áhrif aukinnar skuldsetningar vegna byggingaframkvæmda var metin.
Í aðdraganda byggingaframkvæmdanna var gefið í skyn að framkvæmdirnar yrðu fjármagnaðar vaxtalaust á byggingartíma. Samkvæmt fjármögnunarsamningi, sem undirritaður er af Þórólfi Gíslasyni og sveitarstjóra, er svo alls ekki, heldur munu vextir samkvæmt byggingarvísitölu falla á sveitarsjóð strax á framkvæmdatíma. Byggingarvísitala tekur mjög mið af gengi íslensku krónunnar og geta sveiflur orðið gríðarlegar á skömmum tíma. Nýleg dæmi eru um byggingarvístalan hafi hækkað um tugi prósenta á milli ára og það er því augljóslega mikil áhætta falin í því fyrir sveitarsjóð að binda fjárskuldbindingar sínar við byggingarvísitölu. Sértaklega er áhættan mikil í ljósi veikrar stöðu íslensku krónunnar

Bjarki Tryggvason kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson sem lagði fram eftirfarandi bókun:
Mikilvægt er að rétt sé með farið þegar rætt er um tölur og staðreyndir. Sveitarstjórnarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra er bent á að kynna sér málið áður en hann fer í ræðustól.

Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs, þá Sigurjón Þórðarson sem lagði fram bókun.
Fulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram eftirfarandi bókun: Framangreind bókun formanns byggðarráðs einkennist af gorgeir sérstaklega í ljósi þess að hann hefur verið staðinn að því að halda gögnum frá fulltrúum minnihlutans.

Svanhildur Guðmundsdóttir tók til máls, þá Jón Magnússon og Viggó Jónsson.
Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram bókun: Engum gögnum hefur verið haldið frá fulltrúum minnihlutans í þessu máli.

Fjármögnunarsamningur milli Kaupfélags Skagfirðinga og Sveitarfélagins Skagafjarðar, að upphæð allt að sex hundruð milljónir króna, borin undir atkvæði og samþykktur með sjö atkvæðum, Viggó Jónsson og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þeir sitji hjá.