Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

616. fundur 28. janúar 2013 kl. 09:00 - 10:26 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Náttúrustofa

Málsnúmer 1301243Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson sagði frá fundi sem hann, Bjarni Jónsson og Sigríður Magnúsdóttir áttu með umhverfisráðherra í síðustu viku, um Náttúrustofu Norðurlands vestra og samningsdrög um rekstur stofunnar (sjá mál 1208017).

2.Aðalgata 15 - Umsagnarbeiðni v.rekstarleyfis

Málsnúmer 1301183Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar fyrir hönd Videosport ehf, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ólafshús, Aðalgötu 15, Sauðárkróki. Veitingastaður - flokkur II - veitingahús.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Miðgarður 146122 - Umsagnarbeiðni v.rekstarleyfis

Málsnúmer 1301093Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefáns Gísla Haraldssonar fyrir hönd Gullgengi ehf, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Menningarhúsið Miðgarð, Varmahlíð. Veitingastaður - flokkur III - skemmtistaður og gististaður - flokkur I - svefnpokagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Áætlunarflug til Sauðárkróks

Málsnúmer 1301007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem m.a. fram kemur að ráðuneytið mun beita sér fyrir því að í þjónustusamningi ráðuneytisins og Isavia vegna ársins 2013 verði opnun Alexandersflugvallar til að þjóna áætlunarflugi til Sauðárkróks. Einnig lögð fram samningsdrög á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Air Arctic ehf um áætlunarflug milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Markmið samningsins er að koma á reglubundnu áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Sauðárkróks á heilsársgrunni sem hefst eigi síðar en í janúar 2013. Í samningnum ábyrgist sveitarfélagið að á heilsársgrundvelli verði farþegar á áætlunarleiðinni Reykjavík-Sauðárkrókur-Reykjavík ekki færri en 5.500 alls. Viðmiðunarfjöldinn getur tekið breytingum samkvæmt nánari útfærslu í samningnum. Einnig mun sveitarfélagið sjá um söndun flugbrautarinnar og flughlaðs.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samning við Air Arctic ehf. og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Heimild til skammtímalántöku

Málsnúmer 1301236Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að veita Ástu B. Pálmadóttur, sveitarstjóra heimild til skammtímalántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 150.000.000 kr. Heimildin gildi út árið 2013.

6.Kynnisferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands

Málsnúmer 1301112Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um fyrirhugaða kynnisferð sveitarstjórnarmanna af Norðvesturlandi til Skotlands 7.-11. apríl 2013.
Byggðarráð samþykkir að gefa sveitarstjórnarmönnum tækifæri til að taka þátt í þessari ferð ásamt sveitarstjóra. Sveitarstjóra falið að fá upplýsingar um endanlegan fjölda þátttakenda sem fyrst.

7.Skagafjarðarveitur ehf - hluthafafundur

Málsnúmer 1301242Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um hluthafafund í Skagafjarðarveitum ehf. þann 4. febrúar 2013.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

8.Byggingarnefnd Árskóla - 11

Málsnúmer 1301012FVakta málsnúmer

Fundargerð 11. fundar byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 616. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson formaður byggingarnefndar kynnti fundargerðina.

8.1.Fjármögnunarsamningur

Málsnúmer 1301240Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að fjármögnunarsamningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Kaupfélags Skagfirðinga vegna viðbyggingar og viðhaldsframkvæmda við Árskóla á Sauðárkróki og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Afgreiðsla 11. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 616.fundi byggðarráðs.

Svanhildur Guðmundsdóttir og Hrefna Gerður Björnsdóttir óska bókað: "Gott að fjármögnunarsamningur liggur loks fyrir. Skynsamlegra hefði verið að hann hefði legið fyrir við upphaf verks sem og verksamningur og má telja nokkuð óvarlega farið í svona framkvæmd án þess að fjármögnun lægi fyrir."

Byggðarráð óskar bókað:"Á fundi sveitarstjórnar þann 7. mars 2012 samþykkti sveitarstjórn að hafnar yrðu framkvæmdir við endurbætur og viðbyggingu Árskóla. Samþykkt var að verkið yrði fjármagnað með lántöku. Fyrir lá lánsloforð frá Kaupfélagi Skagfirðinga en ákveðið var að kanna fleiri lánsmöguleika með það að markmiði að ná sem hagfelldustu kjörum fyrir sveitarfélagið áður en ákvörðun um fjármögnunarleið var valin. Sú leið sem hér hefur verið valin er afar hagfelld fyrir sveitarfélagið og ber að fagna því."

9.Landsþing 2013

Málsnúmer 1301111Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til 27. landsþings sambandsins, sem verður haldið í Reykjavík 15. mars 2013.

10.Breyting á reglugerð um húsaleigubætur

Málsnúmer 1212115Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar breyting á reglugerð um húsaleigubætur sem tók gildi 1. janúar s.l. Breytingarnar eru þær að tekjuskerðingarmörk hækka úr 2,25 mkr. í 2,55 mkr., tekjuskerðing lækkar úr 12% í 8% á ársgrundvelli af tekjum umfram tekjuskerðingarmörk og grunnupphæð húsaleigubóta hækkar um 1.700 kr. á mánuði.

11.Bústaðir II 193157 - Tilkynning um aðilaskipti að landi

Málsnúmer 1301234Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um aðilaskipti að jörðinni Bústöðum II, landnúmer 193157. Seljandi er Sigurberg Kristjánsson og kaupendur eru Steindór Búi Sigurbergsson og Sigrún Anna Pálsdóttir.

Fundi slitið - kl. 10:26.