Umsagnar óskað um frumvarp til laga um velferð dýra
Málsnúmer 1302070
Vakta málsnúmerFramkvæmdaráð Skagafjarðar - 117. fundur - 12.02.2013
Vísað til landbúnaðarnefndar.
Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 163. fundur - 19.02.2013
Lagt fram tölvubréf frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um velferð dýra. Erindið barst föstudaginn 8. febrúar og frestur til að skila umsögn var til 13. febrúar, framlengdur síðar til 17. febrúar. Landbúnaðarnefnd vill gera athugasemd við stuttan frest til umsagnar og hefur ekki haft tök á að taka efnislega afstöðu til málsins á svo stuttum tíma.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013
Afgreiðsla 163. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.