Fara í efni

Stækkun Þjórsárvera, fundargerð og friðlýsingarskilmálar

Málsnúmer 1303098

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 620. fundur - 22.03.2013

Lagður fram tölvupóstur frá Hildi Vésteinsdóttur hjá Umhverfisstofnun þar sem fram koma drög að friðlýsingarskilmálum um stækkun Þjórsárvera ásamt fundargerð vinnuhóps um stækkun friðlandsins. Málið er til kynningar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Afgreiðsla 620. fundar byggðaráðs staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 623. fundur - 02.05.2013

Lögð fram gögn frá Umhverfisstofnun um stækkun Þjórsárvera s.s. fundargerðir, drög að friðlýsingarskilmálum o.fl.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að auglýsingu um friðland í Þjórsárverum og verndun rústamýravistar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013

Afgreiðsla 623. fundar byggðaráðs staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Stefán Vagn Stefánsson óskaði bókað:Samþykki á drögum Umhverfisstofnunar um stækkun á friðlandi Þjórsárvera er ekki stuðningur við að fallið verði frá framkvæmdum við Norðlingaölduveitu á vegum Landsvirkjunar. Samþykki fyrirliggjandi draga er fyrst og fremst yfirlýsing um að sveitarfélög sunnan Hofsjökuls eigi að hafa sjálfdæmi í þeim efnum er snúa að framkvæmdum á þeim svæðum sem sveitarfélög þeirra ná til. Á sama hátt er einboðið að Sveitarfélagið Skagafjörður með Akrahreppi fer með fullt skipulagsvald og forræði í þeim málum er varðar virkjanakosti og aðra landnýtingu norðan Hofsjökuls. ?

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir

Bjarni Jónsson óskar bókað: Undirritaður fagnar stækkun friðlands Þjórsárvera þó hún sé takmörkuð, en leggur jafnframt áherslu á skipulagsvald sveitarfélaga gagnvart hverskyns framkvæmdum og landnýtingu, þar með talið lagningu háspennulínu yfir Skagafjörð, legu hennar og hve stór hluti hennar yrði settur í jörð.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013

Afgreiðsla 84. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.