Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

84. fundur 17. apríl 2013 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Einarsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, hafnarstjóri, sat 1. lið fundar.

1.Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer

Samþykkt að leggja til notkun á Seaflex ankerum við öldubrjót og skrúfuankerum í stað steyptra festa.
Heildarkostnaðarauki er um 4.270.000.-
Vísað til byggðarráðs til samþykktar og afgreiðslu.

2.Brunavarnir Skagafjarðar - eldri munir á safn

Málsnúmer 1304136Vakta málsnúmer

Samþykkt var að verða við beiðni slökkviliðssafnaseturs á Reykjanesi um lán á munum til safnsins frá Brunavörnum Skagafjarðar.
Slökkviliðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.

3.Drög að stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands - til kynningar

Málsnúmer 1303048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Stækkun Þjórsárvera, fundargerð og friðlýsingarskilmálar

Málsnúmer 1303098Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Nefndin samþykkti að fela sviðsstjóra og formanni að undirbúa hreinsunarátak í þéttbýliskjörnum í maí og kanna kostnað og skipulag.

Fundi slitið - kl. 16:00.