Fara í efni

Reykjarhólsvegur, beiðni um framsal á leigurétti

Málsnúmer 1305300

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2012. fundur - 19.12.2012

Formaður kynnt bréf þar sem fram kom beiðni frá I.S.S.S. húsum kt.440397-2129 dagsett 20. nóvember 2012, um heimild til að framselja leiguréttindi á lóðum 16B og 20B á Reykjarhólsvegi til SIGA ehf. kt. 641108-1460.
Samþykkt að fresta ákvörðun um Reykjarhólsveg 16B. Beiðni I.S.S.S. húsa um framsal á lóðaleigu Reykjarhólsvegar 20B samþykkt.
Ákveðið að aflýsa fyrri lóðaleigusamningi um 20B.
Jafnframt að úthluta SIGA efh 641108-1460 henni, eftir að lóðaleigusamningi 20B hefur verið aflýst. Í nýja samningnum skal kveða á um að leigutaki skuli hafa reist frístundhús á lóðinni innan árs frá undirritun samnings ella falli hún til baka til Menningarhússins endurgjaldslaust.
Formanni falið að útbúa nýjan lóðaleigusamning.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 18.04.2013

Reykjarhólsvegur 16 b. Vísað er til bókunar á málið frá síðasta fundi 19. des 2012. Formaður las upp tölvubréf sem gengið hafa á milli hans og forsvarsmann ISSS-húsa sem og bréf frá lögmanni ISSS-húsa frá 8. jan 2013.
Stjórn Menningarseturs samþykkir að aflýsa lóðarleigusamningi við ISSS-hús ehf kt 440397-2129 vegna lóðarinnar við Reykjarhólsveg 16 b frá og með 17. maí 2013 og taka lóðina til sín.
Í lóðarleigusamningi sem gerður var við ISSS-hús 15. nóv 2006 var kveðið á um að byggt skyldi á lóðinni (sk. 3. grein samningsins) innan árs frá undirritun samninga, ella gengi hún aftur til Menningarseturs endurgjaldslaust.
Nú eru liðin um 6 ár frá undirritun samnings og ekkert hús komið á lóðina. Því er þessi ákvörðun tekin og telur stjórn að komið hafi verið til móts sjónarmið félagsins með samningum um aðrar lóðir á svæðinu.
Samþykkt að fá óháð kostnaðarmat á þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið á lóð 16 b.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 22.07.2013

Formaður kynnti kostnaðarmat sem lagt hefur verið í vegna Reykjarhólsvegar 16b.
Verkfræðistofan Stoð ehf. vann matið undir stjórna Atla G Arnórssonar. Matið er dagsett 1. júlí 2013.
Heildarmatið hljóðar upp á kr. 610.800,-. Stjórn Menningarsetursins samþykkir þessar niðurstöðu.
Formanni falið að kynna forsvarsmönnum I.S.S.húsa niðurst. þessa mats og að þeir fái þessa upphæð greidda vegna þess sem þeir hafa lagt í lóðina.

Í framhaldi af þessu máli var lögð fram beiðni frá Rögnvaldi Árnasyni og Ingibjörgu Sigurðardóttir Dalatúni 14 550 Sauðárkróki, um að þau óskuðu eftir að fá sumarhúsalóðina nr. 16b við Reykjarhólsveg leigða. Samþykkt að úthluta þeim lóðinni og formanni falið að ganga frá formlegum leigusamningi.