Lausar kennslustofur við Freyjugötu
Málsnúmer 1308218
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 305. fundur - 18.09.2013
Sigurjón Þórðarson lagði fram svohljóðandi bókun:
Þar sem nú liggur fyrir verðmat á umræddum skólastofum í skýrslu frá Centra frá árinu 2012 er ekkert því til fyrirstöðu að ganga strax til viðræðna við Skotfélagið Ósmann um kaup á þeim. Yfirgnæfandi líkur eru á því að bætt félagsaðstaða komi til með að efla félagsstarf skotfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun.
Byggðarráð samþykkti að láta gera kostnaðarmat og auglýsa stofurnar til sölu að því loknu. Skotfélagið Ósmann er hvatt til að bjóða í umræddar stofur en gæta þarf að jafnræði íbúa sveitarfélagsins við útboð á eignum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Þar sem nú liggur fyrir verðmat á umræddum skólastofum í skýrslu frá Centra frá árinu 2012 er ekkert því til fyrirstöðu að ganga strax til viðræðna við Skotfélagið Ósmann um kaup á þeim. Yfirgnæfandi líkur eru á því að bætt félagsaðstaða komi til með að efla félagsstarf skotfélagsins.
Stefán Vagn Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun.
Byggðarráð samþykkti að láta gera kostnaðarmat og auglýsa stofurnar til sölu að því loknu. Skotfélagið Ósmann er hvatt til að bjóða í umræddar stofur en gæta þarf að jafnræði íbúa sveitarfélagsins við útboð á eignum sveitarfélagsins.
Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að fá verðmat frá fasteignasala og í framhaldi af því auglýsa báðar eignirnar til sölu.