Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

634. fundur 29. ágúst 2013 kl. 09:00 - 10:20 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Gísli Árnason varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt samhljóða að taka inn á dagskrá með afbrigðum fundargerð 14. fundar byggingarnefndar Árskóla.

1.Aðalfundur 2013

Málsnúmer 1308215Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs., vegna ársins 2012. Fundurinn verður haldinn í Miðgarði, föstudaginn 6. september 2013.
Byggðarráð samþykkir að Gísli Árnason fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

2.Nýting Gamla Barnaskólans við Freyjugötu

Málsnúmer 1308123Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Birni Björnssyni, þar sem hann viðrar hugmyndir um mögulega nýtingu á skólahúsinu við Freyjugötu í framtíðinni. Leggur hann til að settar verði á stofn minningarstofur um skagfirska listamenn s.s. málara og tónlistarmenn.
Byggðarráð áréttar að ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð fasteignarinnar. Byggðarráð þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og einnig til menningar- og kynningarnefndar til umfjöllunar.

3.Lausar kennslustofur við Freyjugötu

Málsnúmer 1308218Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Skotfélaginu Ósmann. Félagið hefur óskað eftir að kaupa aðra skólastofuna á baklóð Barnaskólans við Freyjugötu, sbr. mál 1211018, sem var tekið fyrir á 608. fundi byggðarráðs og staðfest á 295. fundi sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir að fá verðmat frá fasteignasala og í framhaldi af því auglýsa báðar eignirnar til sölu.

4.Eyrarvegur 14 213-1397

Málsnúmer 1303261Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, þar sem klúbburinn býður sveitarfélaginu fasteign félagsins við Eyrarveg 14 til kaups.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera klúbbnum gagntilboð í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

5.Samþykktir - nýjar

Málsnúmer 1303082Vakta málsnúmer

Samþykktir Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykktar voru á 303. fundi sveitarstjórnar voru sendar til staðfestingar ráðherra. Gerðar voru athugasemdir við þær af hálfu innanríkisráðuneytisins. Á þessum fundi eru lagðar fram endurbættar samþykktir fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemdanna.
Byggðarráð samþykkir áorðnar breytingar og samþykktirnar í heild.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda samþykktirnar til innanríkisráðuneytis til staðfestingar. Einnig vill byggðarráð þakka nefnd um endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf.

6.Ketilás félagsheimili - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

Málsnúmer 1308020Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ferðaþjónustunnar Brúnastöðum, kt. 680911-0530 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Ketilás, 570 Fljót. Samkomusalur - flokkur I. Forsvarsmaður er Stefanía Leifsdóttir, kt. 210665-3909, Brúnastöðum, 570 Fljótum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

7.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 633. fundi byggðarráðs. Sveitarstjóri sagði frá fundi sem haldinn var með landeigendum á Skaga, þann 27. ágúst 2013 í Skagaseli, þar sem Ólafur Björnsson hrl. kynnti sáttatillögu um Almenning á Skaga við fjármálaráðuneytið f.h ríkisins. Eftir yfirferð og umræður um málið voru fundarmenn einróma sammála um að samþykkja þá sáttartillögu sem lá fyrir og ríkið hefur nú þegar samþykkt. Steinn á Hrauni vildi koma á framfæri þakklæti til Ingvars Páls Ingvarssonar starfsmanns sveitarfélagsins, Ólafs Björnssonar hrl. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna þeirrar miklu vinnu sem lagt hefur verið í fyrir hönd íbúa á Skaga. Fundarmenn tóku undir það.
Byggðarráð samþykkir að vísa sáttatillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Miklihóll land 2 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1308144Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá sýslumanninum á Sauðárkróki um aðilaskipti á fasteigninni Miklihóll land 2, fastanúmer 234-9396. Seljandi er Margrét S. Sigurmonsdóttir, kt. 290148-7669. Kaupandi er Knútur Aadnegard, kt. 020951-2069.

9.Aðalfundarboð 2013

Málsnúmer 1308111Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð samtakanna Landsbyggðin lifir. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 1. september 2013 klukkan 15:30 á Hótel Héraði á Egilsstöðum.

10.Byggingarnefnd Árskóla - 14

Málsnúmer 1308003FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar bygginganefndar Árskóla.

Fundi slitið - kl. 10:20.