Fara í efni

Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2014

Málsnúmer 1311014

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 90. fundur - 07.11.2013

Drög að hækkun gjaldskrár Skagafjarðarhafna fyrir árið 2014 lögð fram til umræðu.
Drög að gjaldskrárhækkuninni samþykkt og vísað til Byggðaráðs til afgreiðslu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 90. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 644. fundur - 28.11.2013

Erindinu vísað frá 90. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir 2014.

Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 3,9% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.
Útseld vinna hækki um 5,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:

Dagvinna 2.625 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.440 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.445 krónur hver klst.

Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.

Við 17.gr. bætist eftirfarandi:
Leiga á rafmagns mælisnúru kr. 60 á dag auk aflnotkunar.

Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna pr. 1. janúar 2014.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 17. liðar á dagskrá fundarins, Skagafjarðarhafnir - gjaldskrá 2014. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar fyrir 2014.

Almennir liðir, utan útseld vinna, hækki um 3,9% samkvæmt hækkun vísitölu neysluverðs síðastliðna 12 mánuði. Með almennum liðum er átt við skipagjöld, vörugjöld, leigu á gámasvæði, sorphirðu, hafnsögugjöld, hafnsögubát, vatnssölu og vigtargjöld.
Útseld vinna hækki um 5,9 % samkvæmt breytingu á vísitölu launa síðastliðna 12 mánuði og verði sem hér segir:

Dagvinna 2.625 krónur hver klst.
Yfirvinna 4.440 krónur hver klst.
Stórhátíðaryfirvinna 5.445 krónur hver klst.

Rafmagnsverð tekur breytingum samkvæmt gjaldskrám birgja.

Við 17.gr. bætist eftirfarandi:
Leiga á rafmagns mælisnúru kr. 60 á dag auk aflnotkunar.

Byggðarráð samþykkir framangreindar breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarhafna pr. 1. janúar 2014.

Gjaldskrá Skagafjarðarhafna borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðm. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá.