Fara í efni

Fundarboð - hluthafafundur Gagnaveitu Skagafjarðar ehf 2. des. 2013

Málsnúmer 1311198

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 643. fundur - 21.11.2013

Lagt fram fundarboð um hluthafafund í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. þann 2. desember 2013.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á hluthafafundinum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndara og óháðra tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Meirihluti VG og Framsóknarflokks blésu til mikils blaðamannafundar um sölu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á Gagnaveitu Skagafjarðar til Mílu og var veifað á fundinum sérstakri viljayfirlýsingu um söluna. Það skýtur óneitanlega skökku við að innihald samnings sem undirritun var ljósmynduð var í bak og fyrir, skuli vera bundin sérstökum trúnaði!

Afgreiðsla 643. fundar byggðaráðs staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.