Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

643. fundur 21. nóvember 2013 kl. 09:00 - 10:31 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Þorsteinn Tómas Broddason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - 11 Umhverfismál

Málsnúmer 1311029Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2014 fyrir málaflokk 11 - umhverfismál, garðyrkjudeild. Vísað frá 90. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar 2014 fyrir sveitarfélagið.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - Skagafjarðarhafnir

Málsnúmer 1311028Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2014 Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Vísað frá 90. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar 2014 fyrir sveitarfélagið.

3.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarnefndar vegna 2014

Málsnúmer 1310341Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2014 málaflokks 09 - skipulagsmál. Vísað frá 250. fundi skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar 2014 fyrir sveitarfélagið.

4.Styrkbeiðni, Snorraverkefni 2014

Málsnúmer 1311072Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Snorraverkefninu, dagsett 4. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir stuðningi við verkefnið sumarið 2014. Verkefnið er rekið af Þjóðræknifélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita ungu fólki (18-28 ára) af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

5.Rótarýklúbbur Sauðárkróks

Málsnúmer 1311215Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Rótarýklúbb Sauðárkróks, dagsett 19. nóvember 2013, þar sem óskað er eftir 100.000 kr. styrk vegna Jólahlaðborðs Rótarýklúbbs Sauðárkróks, sem er samfélags- og styrktarverkefni á vegum klúbbsins. Allur ágóði verkefnisins mun renna til þess að hlúa enn betur að skjólstæðingum á Heilbrigðistofnuninni Sauðárkróki.
Bygðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr., sem teknar verða af fjárhagslið 21890.

6.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2014.

7.Fundarboð - hluthafafundur Gagnaveitu Skagafjarðar ehf 2. des. 2013

Málsnúmer 1311198Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um hluthafafund í Gagnaveitu Skagafjarðar ehf. þann 2. desember 2013.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á hluthafafundinum.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1311216Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

9.Nordiskt vänortsmöte i Kristianstad 2014

Málsnúmer 1311034Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um vinabæjamót í Kristianstad í Svíþjóð, dagana 24.-27. júní 2014.

10.Laugardalur 146194 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1311208Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. nóvember 2013, þar sem tilkynnt er um sölu á jörðinni Laugardal, landnúmer 146194. Seljendur eru Guðsteinn Guðjónsson, kt. 050540-2789 og Björk Sigurðardóttir, kt. 210744-2079. Kaupandi er B. Pálsson ehf., kt. 610105-1060.

11.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - útkomuspá

Málsnúmer 1310131Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar útkomuspá rekstrar ársins 2013, sem send var til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 10:31.