Fara í efni

Nýtt byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks - Rætur bs

Málsnúmer 1311336

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Tillaga að samþykktum og bókun sveitarstjórnar lögð fram til afgreiðslu.

Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á grundvelli 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Aðilar að byggðasamlaginu eru: Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd. Miðað er við að stofnfundur byggðasamlagsins verði haldinn fyrir lok janúar 2014. Sveitarstjórn veitir Ástu Björgu Pálmadóttur umboð til þess að sækja stofnfundinn og staðfesta aðild sveitarfélagsins með undirritun samþykkta sem eru stofnskjal byggðasamlagsins, skv. 94. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Umboðið nær einnig til áritunar stofnefnahags, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á því skjali.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lýsti yfir vanhæfi sínu varðandi málið.

Jón Magnússon tók til máls.

Stutt hlé var gert á fundi að því loknu tók Sigurjón Þórðarson til máls.

Tillagan og bókun, bornar undir atkvæði og samþykktar með átta atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 648. fundur - 16.01.2014

Lagðar fram samþykktir fyrir byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks.
Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd reka byggðasamlag um málefni fatlaðs fólks. Byggðasamlagið er stofnað skv. 94. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og bera sveitarfélögin einfalda ábyrgð á fjárhagslegum skuldbindingum byggðasamlagsins en innbyrðis skiptist ábyrgðin í samræmi við eignarhluta hvers sveitarfélags sem miðast við fjölda íbúa sem Hagstofa Íslands birtir 1. janúar ár hvert. Eignarhluti hvers sveitarfélags er reiknaður með sama hætti.

Önnur sveitarfélög geta orðið aðilar að byggðasamlaginu með samþykki allra aðildarsveitarfélaganna og með undirritun viðauka við samþykktir þessar.

Hlutverk byggðasamlagsins er að veita, fyrir hönd aðildarsveitarfélaganna, fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks, með síðari breytingum.

Stofnfundur byggðasamlagsins verður 29. janúar 2014, kl. 13:30 á Kaffi Krók, Sauðárkróki.

Byggðarráð samþykkir að Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri verði aðalfulltrúi sveitarfélagsins í stjórn byggðasamlagsins og Stefán Vagn Stefánsson til vara.
Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarfulltrúa til þess að mæta á stofnfundinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lýsti yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðsla 648. fundar byggðaráðs staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.