Skoðun hitaveitukosta í Skagafirði
Málsnúmer 1312140
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 310. fundur - 22.01.2014
Afgreiðsla 3. fundar veitunefndar staðfest á 310. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 6. fundur - 08.05.2014
Undanfarin misseri hefur verið unnið að skoðun hitaveitukosta á þeim svæðum sem ekki hafa enn tengst heitu vatni í Skagafirði. Verkfræðistofan Stoð var fengin til að grófhanna lagnaleiðir og gera kostnaðaráætlanir á þessum svæðum og í framhaldi var unnið mat á arðsemi hvers svæðis fyrir sig. Ástæða fyrir þessari vinnu er aukin áhugi og þrýstingur frá íbúum í dreifbýli ásamt því að Orkustofnun hefur óskað eftir því að allar hitaveitur á landinu skili inn framkvæmdaáætlun næstu ára svo hægt sé að meta fjárþörf til niðurgreiðslna á húshitunarkostnaði og eingreiðslna til hitaveitna vegna hitaveituvæðingar.
Veitunefnd leggur til eftirfarandi framkvæmdaáætlun til 5 ára vegna áframhaldandi hitaveituvæðingar dreifbýlis i Skagafirði:
2015: Lögð hitaveita í austur Fljót frá Haganesvík að Brúnastöðum og Skeiðsfossi. Jafnframt verði skoðuð stækkun hitaveitu frá Lambanes-Reykjum að Lambanesi og Lambanesás í samráði við hlutaðeigandi.
2016 til 2017: Lögð hitaveita í Lýtingsstaðahrepp frá Goðdölum að Brúnastöðum ásamt lagningu hitaveitu í Dalspláss.
2018 til 2019: Lögð hitaveita frá Hofsósi um Óslandshlíð að Neðri Ási, Viðvík og Lóni.
Forsenda þess að ofangreind áætlun gangi eftir er að meirihluti íbúa á hverju svæði taki inn heitt vatn á framkvæmdatíma og geri þar með framkvæmdina mögulega. Jafnframt er áætlunin háð samþykki sveitastjórnar fyrir hvert fjárhagsár.
Veitunefnd leggur til eftirfarandi framkvæmdaáætlun til 5 ára vegna áframhaldandi hitaveituvæðingar dreifbýlis i Skagafirði:
2015: Lögð hitaveita í austur Fljót frá Haganesvík að Brúnastöðum og Skeiðsfossi. Jafnframt verði skoðuð stækkun hitaveitu frá Lambanes-Reykjum að Lambanesi og Lambanesás í samráði við hlutaðeigandi.
2016 til 2017: Lögð hitaveita í Lýtingsstaðahrepp frá Goðdölum að Brúnastöðum ásamt lagningu hitaveitu í Dalspláss.
2018 til 2019: Lögð hitaveita frá Hofsósi um Óslandshlíð að Neðri Ási, Viðvík og Lóni.
Forsenda þess að ofangreind áætlun gangi eftir er að meirihluti íbúa á hverju svæði taki inn heitt vatn á framkvæmdatíma og geri þar með framkvæmdina mögulega. Jafnframt er áætlunin háð samþykki sveitastjórnar fyrir hvert fjárhagsár.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs, og lagði fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að 5 ára framkvæmdaáætlun veitunefndar verði vísað til byggðarráðs til umfjöllunar m.t.t. athugasemda Ólafs Jónssonar Hellulandi.
Tillagan borin undir atkvæði og felld með sex atkvæðum með gegn þremur.
Bjarni Jónsson tók til máls, með leyfi varaforseta, og lagði fram eftirfarandi bókun.
Hitaveituvæðing Skagafjarðar hefur gengið vel og við búum við eina hagkvæmustu hitaveitu landsins. Leiðin er vörðuð áfram í metnaðarfullri 5. ára áætlun veitunefndar.
Mikilvægt er hinsvegar að kannaðar verði en frekar, leiðir til að tengja bæi og svæði sem hafa til þessa orðið útundan við lagningu hitaveitu.
Eins komi til greina að flýta framkvæmdum ef forsendur breytast eða það er talið fýsilegt.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Afgreiðsla 6. fundar veitunefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.
Tillagan borin undir atkvæði og felld með sex atkvæðum með gegn þremur.
Bjarni Jónsson tók til máls, með leyfi varaforseta, og lagði fram eftirfarandi bókun.
Hitaveituvæðing Skagafjarðar hefur gengið vel og við búum við eina hagkvæmustu hitaveitu landsins. Leiðin er vörðuð áfram í metnaðarfullri 5. ára áætlun veitunefndar.
Mikilvægt er hinsvegar að kannaðar verði en frekar, leiðir til að tengja bæi og svæði sem hafa til þessa orðið útundan við lagningu hitaveitu.
Eins komi til greina að flýta framkvæmdum ef forsendur breytast eða það er talið fýsilegt.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Afgreiðsla 6. fundar veitunefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 14. fundur - 27.02.2015
Fulltrúar orkuhóps Tungusveitar og Fremribyggðar mættu á fund veitunefndar, Gunnar Valgarðsson, Monika Borgarsdóttir og Magnús Óskarsson.
Farið var yfir áætlanir Skagafjarðarveitna á svæðinu um framkvæmdir á lagningu á heitu vatni á árunum 2016 til 2017.
Farið var yfir áætlanir Skagafjarðarveitna á svæðinu um framkvæmdir á lagningu á heitu vatni á árunum 2016 til 2017.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 325. fundur - 25.03.2015
Afgreiðsla 14. fundar veitunefndar staðfest á 325. fundi sveitarstjórnar 25. mars 2015 með átta atkvæðum.
Sviðstjóra falið að vinna áfram að frekari kostnaðargreiningu svæðanna.