Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skoðun hitaveitukosta í Skagafirði
Málsnúmer 1312140Vakta málsnúmer
2.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu útboðsmála vegna hitaveitu í Fljótum.
Efnisútboð var auglýst 7. febrúar sl. Ríkiskaup sjá um útboðið og er það sameiginlegt með Hitaveitu Húnaþings vestra. Tilboð verða opnuð 24. mars nk. Útboðsgögn vegna vinnutilboða eru í vinnslu ásamt gögnum vegna gasskilju og borholu- og dæluhúsa. Stefnt er að því að öll tilboð í verkið liggi fyrir í byrjun apríl.
Lögð voru fyrir nefndina drög að samningi við Fljótabakka ehf vegna hitaveitulagnar að Deplum. Samningsdrögin eru samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Sviðsstjóra falið að ræða áfram við fjarskiptafyrirtæki um lagningu ljósleiðara samhliða framkvæmdinni.
Efnisútboð var auglýst 7. febrúar sl. Ríkiskaup sjá um útboðið og er það sameiginlegt með Hitaveitu Húnaþings vestra. Tilboð verða opnuð 24. mars nk. Útboðsgögn vegna vinnutilboða eru í vinnslu ásamt gögnum vegna gasskilju og borholu- og dæluhúsa. Stefnt er að því að öll tilboð í verkið liggi fyrir í byrjun apríl.
Lögð voru fyrir nefndina drög að samningi við Fljótabakka ehf vegna hitaveitulagnar að Deplum. Samningsdrögin eru samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Sviðsstjóra falið að ræða áfram við fjarskiptafyrirtæki um lagningu ljósleiðara samhliða framkvæmdinni.
3.Breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna
Málsnúmer 1502197Vakta málsnúmer
Ræddar voru breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Sviðsstjóra falið að vinna drög að gjaldskrárbreytingum vegna heimæðargjalda og taxta til stærri notenda.
Sviðsstjóra falið að vinna drög að gjaldskrárbreytingum vegna heimæðargjalda og taxta til stærri notenda.
4.Lögfræðiálit v/hitaveitu í Reykjarhól
Málsnúmer 1502223Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar álit lögmanns vegna hitaveituréttinda í Reykjarhóli.
Í ljósi álits lögmanns samþykkir nefndin að fela lögmanni að leita álits Orkustofnunar um forgangsrétt Skagafjarðarveitna á nýtingu jarðhita á svæðinu.
Í ljósi álits lögmanns samþykkir nefndin að fela lögmanni að leita álits Orkustofnunar um forgangsrétt Skagafjarðarveitna á nýtingu jarðhita á svæðinu.
Fundi slitið - kl. 16:55.
Farið var yfir áætlanir Skagafjarðarveitna á svæðinu um framkvæmdir á lagningu á heitu vatni á árunum 2016 til 2017.