Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

14. fundur 27. febrúar 2015 kl. 15:00 - 16:55 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Skoðun hitaveitukosta í Skagafirði

Málsnúmer 1312140Vakta málsnúmer

Fulltrúar orkuhóps Tungusveitar og Fremribyggðar mættu á fund veitunefndar, Gunnar Valgarðsson, Monika Borgarsdóttir og Magnús Óskarsson.
Farið var yfir áætlanir Skagafjarðarveitna á svæðinu um framkvæmdir á lagningu á heitu vatni á árunum 2016 til 2017.

2.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu útboðsmála vegna hitaveitu í Fljótum.
Efnisútboð var auglýst 7. febrúar sl. Ríkiskaup sjá um útboðið og er það sameiginlegt með Hitaveitu Húnaþings vestra. Tilboð verða opnuð 24. mars nk. Útboðsgögn vegna vinnutilboða eru í vinnslu ásamt gögnum vegna gasskilju og borholu- og dæluhúsa. Stefnt er að því að öll tilboð í verkið liggi fyrir í byrjun apríl.
Lögð voru fyrir nefndina drög að samningi við Fljótabakka ehf vegna hitaveitulagnar að Deplum. Samningsdrögin eru samþykkt af hálfu nefndarinnar.
Sviðsstjóra falið að ræða áfram við fjarskiptafyrirtæki um lagningu ljósleiðara samhliða framkvæmdinni.

3.Breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna

Málsnúmer 1502197Vakta málsnúmer

Ræddar voru breytingar á gjaldskrá Skagafjarðarveitna.
Sviðsstjóra falið að vinna drög að gjaldskrárbreytingum vegna heimæðargjalda og taxta til stærri notenda.

4.Lögfræðiálit v/hitaveitu í Reykjarhól

Málsnúmer 1502223Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar álit lögmanns vegna hitaveituréttinda í Reykjarhóli.
Í ljósi álits lögmanns samþykkir nefndin að fela lögmanni að leita álits Orkustofnunar um forgangsrétt Skagafjarðarveitna á nýtingu jarðhita á svæðinu.

Fundi slitið - kl. 16:55.