Fara í efni

Umsagnarbeiðni, tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 1401059

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 94. fundur - 21.01.2014

Lögð var fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Nefndin telur almennt að stofnun þjóðgarðs um Hofsjökul sé af hinu góða. Ein af forsendum stofnunar þjóðgarðs er vandaður undirbúningur og samráð við sveitarfélög, landeigendur, ferðaskipuleggjendur og aðra hagsmunaaðila. Samkvæmt lögum um náttúruvernd eru ýmsar kvaðir lagðar á landnotkun og umgengni almennings innan þjóðgarða, m.a. hvað varðar umferð ferðamanna, útivistarfólks, vélsleðafólks, hestamanna, jeppamanna o.fl. Ýmiss konar kostnaður fylgir stofnun þjóðgarðs og til uppbyggingar, skipulagningar og reksturs þjóðgarða þurfa að fylgja verulegir fjármunir eigi þeir að standa undir nafni. Nefndin telur að betra sé að ljúka uppbyggingu þeirra þjóðgarða sem þegar hafa verið stofnaðir og nýta þá reynslu til að skapa sátt um ferðatilhögun, skipulagningu o.fl. innan þeirra áður en stofnað verður til nýs þjóðgarðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 311. fundur - 12.02.2014

Afgreiðsla 94. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.