Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

311. fundur 12. febrúar 2014 kl. 16:15 - 18:15 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Fyrirspurn vegna umferðar um Unadalsafrétt

Málsnúmer 1307119Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 171. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

2.Fundargerðir stjórnar Norðurár bs. 2013

Málsnúmer 1301019Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar Norðurár bs. frá 6. september 2013 lögð fram til kynningar á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014

3.Tillaga um að tryggja hitaveituréttindi Skagafjarðarveitna.

Málsnúmer 1402122Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra leggur fram eftirfarandi tillögu: Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að láta gera lögfræðilega úttekt á hitaveituréttindum á þeim lindum sem Skagafjarðarveitur nýta.

Greinargerð
Skagafjarðarveitur hafa haft að leiðarljósi að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn á hagstæðu verði og stækka þjónustusvæði hitaveitunnar. Til að svo megi verða til framtíðar er nauðsynlegt að það fari fram lagaleg úttekt á heitavatnsréttindum á þeim lindum sem
Sveitarfélagið Skagafjörður nýtir.
Í samfélaginu er uppi ákveðin sókn stórfyrirtækja í að ná til sín orkuauðlindum landsins og má sjá skýr merki þess í Skagafirði. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar almennings séu á varðbergi gagnvart ásælninni og tryggi að Skagafjarðarveitur geti um ókomna framtíð þjónað markmiðum sínum.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi breytingartillögu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela veitunefnd að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á stöðu sveitarfélagsins er kemur að jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins, bæði á þeim vatnslindum sem nú eru í notkun sem og þeim vatnslindum sem mögulegt er að farið verði í á næstu árum í samræmi við þá vinnu sem nú er í gangi hjá veitunefnd sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður sem af verkinu hlýst verði greiddur af eigin fé sveitarfélagsins og að um það verði gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014.

Greinargerð
Mikilvægt er fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að lögformleg staða sveitarfélagsins sé skýr er varðar jarðhita- og kaldavatnsréttindi sveitarfélagsins. Eðlilegt verður að teljast að slík vinna fari fram hjá veitunefnd og veitu- og framkvæmdarsviði sveitarfélagsins. Veitunefnd sveitarfélagsins er að vinna í því að teikna upp framtíðarmöguleika veitanna með það að markmiði að stækka þjónustusvæðið og fjölga notendum sem aðgang hafa að heitu vatni í Skagafirði. Því er eðlilegt að litið sé til þess jafnframt því að skoða þau vatnasvæði sem nú þegar eru í notkun í því lögfræðiáliti sem lagt er til að farið verði í. Ekki er síður mikilvægt að skoða stöðu á þeim svæðum er sjá íbúum og fyrirtækjum fyrir köldu vatni.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Sigurjón Þórðarson, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta.

Breytingartillaga Stefáns Vagns borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

3.1.Aðalfundur Samorku 2014

Málsnúmer 1401213Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 4. fundar veitunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

3.2.Hofsstaðapláss hitaveita - nýframkvæmd 2014.

Málsnúmer 1401333Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Ánægjulegt er að sjá uppbyggingu hitaveitu í hinum dreifðu byggðum Skagafjarðar og mikilvægt að áfram verði haldið á þeirri braut. Veitunefnd er að kortleggja áframhaldandi uppbyggingu veitnanna í Skagafirði með það að markmiði að stækka þjónustusvæði og fjölga notendum sem aðgang munu hafa að heitu vatni. Í Skagafirði er mikið af heitu vatni og mikilvægt að það sé nýtt til að auka lífsgæði íbúa.

Jón Magnússon og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.

Undir tillögu Stefáns Vagns, taka allir fulltrúar sveitarstjórnar.

Stefán Vagn Stefánsson
Bjarki Tryggvason
Sigríður Magnúsdóttir
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Afgreiðsla 4. fundar veitunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

3.3.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 4. fundar veitunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

4.Veitunefnd - 4

Málsnúmer 1401021FVakta málsnúmer

Fundargerð 4. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 311. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Jón Magnússon kynnti fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Jón Magnússon kvöddu sér hljóðs.

4.1.Vegamál

Málsnúmer 1401233Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 94. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

4.2.Almenningssamgöngur

Málsnúmer 1401193Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta og Sigurjón Þórðarson.
Afgreiðsla 94. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum..

4.3.Umsagnarbeiðni, tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 1401059Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 94. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

4.4.Íslenskt Eldsneyti ehf. - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1401064Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 94. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

5.Umhverfis- og samgöngunefnd - 94

Málsnúmer 1401015FVakta málsnúmer

Fundargerð 94. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 311. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Sigurjón Þórðarson, kvöddu sér hljóðs.

5.1.Sauðárkróksrétt

Málsnúmer 1401245Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 171. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

5.2.Samþykkt um búfjárhald í Sveitarfélaginu Skagafirði

Málsnúmer 1307096Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 171. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

5.3.Lóðarleigusamningur - Mælifellsrétt

Málsnúmer 1401207Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 171. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 649

Málsnúmer 1401016FVakta málsnúmer

Fundargerð 649. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 311. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs.

6.1.Uppsögn fjallskilanefndar

Málsnúmer 1401113Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 171. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014 með níu atkvæðum.

7.Landbúnaðarnefnd - 171

Málsnúmer 1401017FVakta málsnúmer

Fundargerð 171. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 311. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

7.1.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta.
Afgreiðsla 204. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014, með níu atkvæðum.

8.Félags- og tómstundanefnd - 204

Málsnúmer 1401020FVakta málsnúmer

Fundargerð 204. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 311. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta.

8.1.Aðalfundarboð LLÍ

Málsnúmer 1402010Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 650. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014, með níu atkvæðum.

8.2.Kvörtun Leiðar ehf til umboðsmanns Alþingis.

Málsnúmer 1401315Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 650. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014, með níu atkvæðum.

8.3.Tilraunaverkefni - rafrænar íbúakosningar

Málsnúmer 1402009Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 650. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014, með níu atkvæðum.

8.4.Sveitarstjórnarkosningar 2014

Málsnúmer 1401266Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 650. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2014, með níu atkvæðum.

9.Byggðarráð Skagafjarðar - 650

Málsnúmer 1402003FVakta málsnúmer

Fundargerð 650. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 311. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

9.1.Rekstrarupplýsingar 2013

Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer

Bjarni Jónsson, með leyfi varaforseta, kvaddi sér hljóðs.
Afgreiðsla 649. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

9.2.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson ítrekar bókun frá 649.fundi byggðarráðs, þann 30.janúar sl.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar ósk sína til heilbrigðisráðherra um svör við erindum sem send voru 11. október 2013 og 9. janúar 2014. Þar mótmælti sveitarfélagið framkomnum hugmyndum um sameiningar heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma og óskaði eftir viðræðum við ráðuneytið um að sveitarfélagið yfirtæki rekstur stofnunarinnar með samningi við ríkið.
Með öllu er ólíðandi að erindum sé ekki svarað og skorar byggðarráð á heilbrigðisráðuneytið að svara erindi sveitarfélagsins og koma á samráðsvettvangi til lausnar málsins hið fyrsta.
Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki er Skagfirðingum hjartfólgin og ein af grunnstoðum samfélagsins í Skagafirði. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki er sú heilbrigðisstofnun sem hvað mest hefur þurft að skera niður þjónustu frá árinu 2008 og nú er svo komið að ekki verður lengra gengið. Afar brýnt er að ríkið og sveitarfélagið taki höndum saman með það að markmiði að verja og efla þá þjónustu sem stofnunin veitir í dag.

Stefán Vagn Stefánsson
Bjarki Tryggvason
Sigríður Magnúsdóttir
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvöddu sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, Jón Magnússon, Sigurjón Þórðarson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Sigurjón Þórðarson, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson og Jón Magnússon.

Afgreiðsla 649. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12.febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.3.Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1401202Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 649. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12.febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.4.Ósk um kaup eða leigu á landi

Málsnúmer 1401229Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 649. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12.febrúar 2014 með níu atkvæðum.

9.5.Greinargerð vegna Kolkuóss

Málsnúmer 1401311Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 649. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12.febrúar 2014 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:15.