Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

94. fundur 21. janúar 2014 kl. 16:00 - 17:15 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir aðalm.
  • Guðrún Helgadóttir aðalm.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Ingibjörg Sigurðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Sigurjón Steingrímsson yfirhafnarvörður
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Gunnar Steingrímsson, yfirhafnavörður, sat fyrsta lið fundar.

4. lið fundar bætt við með samþykki allra fundarmanna.

1.Íslenskt Eldsneyti ehf. - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1401064Vakta málsnúmer

Lögð var fram umsókn um lóð frá Íslensku Eldsneyti ehf. Fyrirtækið óskar eftir því að fá að staðsetja 50m3 tank undir vistvænt eldsneyti á lóð við smábátahöfnina. Tankurinn sem um ræðir er ofanjarðar með áfastri eldsneytisdælu. Umhverfis- og samgöngunefnd leggst gegn því að gefið verði leyfi til staðsetningu tanksins á þessum stað og vísar málinu til Skipulags- og bygginganefndar.

2.Umsagnarbeiðni, tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 1401059Vakta málsnúmer

Lögð var fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs.

Nefndin telur almennt að stofnun þjóðgarðs um Hofsjökul sé af hinu góða. Ein af forsendum stofnunar þjóðgarðs er vandaður undirbúningur og samráð við sveitarfélög, landeigendur, ferðaskipuleggjendur og aðra hagsmunaaðila. Samkvæmt lögum um náttúruvernd eru ýmsar kvaðir lagðar á landnotkun og umgengni almennings innan þjóðgarða, m.a. hvað varðar umferð ferðamanna, útivistarfólks, vélsleðafólks, hestamanna, jeppamanna o.fl. Ýmiss konar kostnaður fylgir stofnun þjóðgarðs og til uppbyggingar, skipulagningar og reksturs þjóðgarða þurfa að fylgja verulegir fjármunir eigi þeir að standa undir nafni. Nefndin telur að betra sé að ljúka uppbyggingu þeirra þjóðgarða sem þegar hafa verið stofnaðir og nýta þá reynslu til að skapa sátt um ferðatilhögun, skipulagningu o.fl. innan þeirra áður en stofnað verður til nýs þjóðgarðs.

3.Almenningssamgöngur

Málsnúmer 1401193Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir fundi með félags- og tómstundanefnd og fræðslunefnd um almenningssamgöngur. Jafnframt óskar nefndin eftir því að þjónusta á leið 85 - Strætó bs verði bætt og kannaðir verði möguleikar á tengingu við Siglufjörð.

4.Vegamál

Málsnúmer 1401233Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir fundi við Vegagerðina um ástand safn- og tengivega í Skagafirði.

Fundi slitið - kl. 17:15.