Fara í efni

Ósk um kaup eða leigu á landi

Málsnúmer 1401229

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 649. fundur - 30.01.2014

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. janúar 2014, frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur, þar sem þau lýsa áhuga á að leigja eða kaupa land af sveitarfélaginu við Hofsós, nánar tiltekið ytri flóann norðan við afleggjara að Vogum.
Í gangi er vinna við að útkljá eignarhald lands í og við Hofsós og af þeim sökum eru ekki áform um að leigja eða selja land á því svæði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 311. fundur - 12.02.2014

Afgreiðsla 649. fundar byggðaráðs staðfest á 311. fundi sveitarstjórnar þann 12.febrúar 2014 með níu atkvæðum.