Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

649. fundur 30. janúar 2014 kl. 09:00 - 10:22 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Greinargerð vegna Kolkuóss

Málsnúmer 1401311Vakta málsnúmer

Lögð fram greinargerð frá Stefáni Ólafssyni, hrl. um stöðu mála varðandi eignarhald á landi við Kolkuós. Stefán kom á fundinn til viðræðu undir þessum dagskrárlið.
Ljóst má vera miðað við þá óvissu sem ríkir um eignarhald jarðarinnar Kolkuós er ekki hægt að taka afstöðu til sölu landsins fyrr en greitt hefur verið úr eignarhaldi þess með lögformlegum hætti.

2.Ósk um kaup eða leigu á landi

Málsnúmer 1401229Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 20. janúar 2014, frá Rúnari Þór Númasyni og Valdísi Brynju Hálfdánardóttur, þar sem þau lýsa áhuga á að leigja eða kaupa land af sveitarfélaginu við Hofsós, nánar tiltekið ytri flóann norðan við afleggjara að Vogum.
Í gangi er vinna við að útkljá eignarhald lands í og við Hofsós og af þeim sökum eru ekki áform um að leigja eða selja land á því svæði.

3.Skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga 2014

Málsnúmer 1401202Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 15. janúar 2014 varðandi skil á viðaukum við fjárhagsáætlun sveitarfélaga til ráðuneytisins.

4.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar ósk sína til heilbrigðisráðherra um svör við erindum sem send voru 11. október 2013 og 9. janúar 2014. Þar mótmælti sveitarfélagið framkomnum hugmyndum um sameiningar heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma og óskaði eftir viðræðum við ráðuneytið um að sveitarfélagið yfirtæki rekstur stofnunarinnar með samningi við ríkið.
Með öllu er ólíðandi að erindum sé ekki svarað og skorar byggðarráð á heilbrigðisráðuneytið að svara erindi sveitarfélagsins og koma á samráðsvettvangi til lausnar málsins hið fyrsta.
Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki er Skagfirðingum hjartfólgin og ein af grunnstoðum samfélagsins í Skagafirði. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki er sú heilbrigðisstofnun sem hvað mest hefur þurft að skera niður þjónustu frá árinu 2008 og nú er svo komið að ekki verður lengra gengið. Afar brýnt er að ríkið og sveitarfélagið taki höndum saman með það að markmiði að verja og efla þá þjónustu sem stofnunin veitir í dag.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

5.Rekstrarupplýsingar 2013

Málsnúmer 1305122Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar óendurskoðaðar upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins um rekstur þess og stofnana á árinu 2013.

Fundi slitið - kl. 10:22.