Vatnsbúskapur - Sauðárkróki
Málsnúmer 1403058
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014
Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 6. fundur - 08.05.2014
Lögð var fram til kynningar skýrsla frá ÍSOR vegna vatnsveitu á Sauðárkróki.
Í skýrslunni er fjallað um ráðstafanir og úrbætur til að auka neysluvatnsöflun á Sauðárkróki.
Til skemmri tíma litið er mælt með að gera verkfræðilega úttekt á miðlunarþörf vatnsveitunnar ásamt borun á tveimur dæluholum í Skarðsdal og einni tilraunarholu á Nöfum.
Undirbúningsvinna vegna byggingar miðlunartanks er hafin og veitunefnd er sammála um að stefnt skuli að byggingu hans á næsta ári.
Í skýrslunni er fjallað um ráðstafanir og úrbætur til að auka neysluvatnsöflun á Sauðárkróki.
Til skemmri tíma litið er mælt með að gera verkfræðilega úttekt á miðlunarþörf vatnsveitunnar ásamt borun á tveimur dæluholum í Skarðsdal og einni tilraunarholu á Nöfum.
Undirbúningsvinna vegna byggingar miðlunartanks er hafin og veitunefnd er sammála um að stefnt skuli að byggingu hans á næsta ári.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014
Afgreiðsla 6. fundar veitunefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 11. júní 2014 með níu atkvæðum.
Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 7. fundur - 02.07.2014
Lögð var fram til kynningar frumdrög að kostnaðaráætlun vegna byggingu nýs vatnsmiðlunartanks á Sauðárkróki.
Í drögunum er gert ráð fyrir að reisa 1.000m3 tank til viðbótar við núverandi tank á Gránumóum, ásamt lokahúsi og öðrum tengingum. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á rúmar 56 milljónir króna.
Í drögunum er gert ráð fyrir að reisa 1.000m3 tank til viðbótar við núverandi tank á Gránumóum, ásamt lokahúsi og öðrum tengingum. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á rúmar 56 milljónir króna.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014
Afgreiðsla 7. fundar veitunefndar staðfest á 667. fundi byggðarráðs þann 10. júlí 2014 með þremur atkvæðum.
Sviðstjóra er falið að vinna áfram að málinu.