Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Árni Egilsson og Gunnar Björn Rögnvaldsson sátu fundinn.
1.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita
Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer
Tilboð í mælaleigu voru opnuð 6. mars sl. og bárust eftirfarandi tilboð;
Löggilding ehf 1.117.031
Tékkland ehf 1.544.655
Frumherji hf 836.918
Lægsta tilboð var frá Frumherja og var óskað eftir frekari gögnum frá þeim í samræmi við útboðsgögn.
Atli Gunnar frá Verkfræðistofunni Stoð fór yfir gögnin og gerir ekki athugasemdir við faglega getu bjóðanda en leggur til að endurskoðandi Skagafjarðarveitna verði fenginn til að yfirfara ársreikninga.
Nefndin leggur til að endurskoðandi Skagafjarðarveitna verði fenginn til að leggja mat á ársreikninga lægstbjóðanda.
Sviðstjóra falið að ganga frá samningi við Frumherja um mælaleigu ef úttekt endurskoðanda gefur ekki tilefni til annars.
Löggilding ehf 1.117.031
Tékkland ehf 1.544.655
Frumherji hf 836.918
Lægsta tilboð var frá Frumherja og var óskað eftir frekari gögnum frá þeim í samræmi við útboðsgögn.
Atli Gunnar frá Verkfræðistofunni Stoð fór yfir gögnin og gerir ekki athugasemdir við faglega getu bjóðanda en leggur til að endurskoðandi Skagafjarðarveitna verði fenginn til að yfirfara ársreikninga.
Nefndin leggur til að endurskoðandi Skagafjarðarveitna verði fenginn til að leggja mat á ársreikninga lægstbjóðanda.
Sviðstjóra falið að ganga frá samningi við Frumherja um mælaleigu ef úttekt endurskoðanda gefur ekki tilefni til annars.
2.Vatnsbúskapur - Sauðárkróki
Málsnúmer 1403058Vakta málsnúmer
Vegna aukinnar vatnsnotkunnar er nauðsynlegt að huga að frekari vatnsöflun fyrir Sauðárkrók og/eða auka vatnsmiðlun.
Sviðstjóra er falið að vinna áfram að málinu.
Sviðstjóra er falið að vinna áfram að málinu.
3.Vorfundur Samorku 2014
Málsnúmer 1403059Vakta málsnúmer
Vorfundur Samorku verður haldinn á Akureyri dagana 14. og 15. maí.
Fundurinn kynntur nefndarmönnum.
Samþykkt að þeir nefndarmenn sem sjá sér fært að mæta sæki fundinn.
Fundurinn kynntur nefndarmönnum.
Samþykkt að þeir nefndarmenn sem sjá sér fært að mæta sæki fundinn.
4.Skoðun á jarðhita og kaldavatnsréttindum sveitarfélagins.
Málsnúmer 1403111Vakta málsnúmer
Á 311. fundi Sveitarstjórnar, 12. febrúar sl., var samþykkt eftirfarandi tillaga;
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela veitunefnd að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á stöðu sveitarfélagsins er kemur að jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins, bæði á þeim vatnslindum sem nú eru í notkun sem og þeim vatnslindum sem mögulegt er að farið verði í á næstu árum í samræmi við þá vinnu sem nú er í gangi hjá veitunefnd sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður sem af verkinu hlýst verði greiddur af eigin fé sveitarfélagsins og að um það verði gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014.
Greinargerð
Mikilvægt er fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að lögformleg staða sveitarfélagsins sé skýr er varðar jarðhita- og kaldavatnsréttindi sveitarfélagsins. Eðlilegt verður að teljast að slík vinna fari fram hjá veitunefnd og veitu- og framkvæmdarsviði sveitarfélagsins. Veitunefnd sveitarfélagsins er að vinna í því að teikna upp framtíðarmöguleika veitanna með það að markmiði að stækka þjónustusvæðið og fjölga notendum sem aðgang hafa að heitu vatni í Skagafirði. Því er eðlilegt að litið sé til þess jafnframt því að skoða þau vatnasvæði sem nú þegar eru í notkun í því lögfræðiáliti sem lagt er til að farið verði í. Ekki er síður mikilvægt að skoða stöðu á þeim svæðum er sjá íbúum og fyrirtækjum fyrir köldu vatni."
Sviðstjóra er falið að leita eftir aðilum til að vinna að úttektinni.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela veitunefnd að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á stöðu sveitarfélagsins er kemur að jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins, bæði á þeim vatnslindum sem nú eru í notkun sem og þeim vatnslindum sem mögulegt er að farið verði í á næstu árum í samræmi við þá vinnu sem nú er í gangi hjá veitunefnd sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður sem af verkinu hlýst verði greiddur af eigin fé sveitarfélagsins og að um það verði gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014.
Greinargerð
Mikilvægt er fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að lögformleg staða sveitarfélagsins sé skýr er varðar jarðhita- og kaldavatnsréttindi sveitarfélagsins. Eðlilegt verður að teljast að slík vinna fari fram hjá veitunefnd og veitu- og framkvæmdarsviði sveitarfélagsins. Veitunefnd sveitarfélagsins er að vinna í því að teikna upp framtíðarmöguleika veitanna með það að markmiði að stækka þjónustusvæðið og fjölga notendum sem aðgang hafa að heitu vatni í Skagafirði. Því er eðlilegt að litið sé til þess jafnframt því að skoða þau vatnasvæði sem nú þegar eru í notkun í því lögfræðiáliti sem lagt er til að farið verði í. Ekki er síður mikilvægt að skoða stöðu á þeim svæðum er sjá íbúum og fyrirtækjum fyrir köldu vatni."
Sviðstjóra er falið að leita eftir aðilum til að vinna að úttektinni.
5.Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar - umsókn um heimæð fyrir kalt vatn.
Málsnúmer 1403084Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir umsókn frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar vegna heimæðar fyrir kalt vatn í aðstöðuhús klúbbsins við motorcross-braut á Gránumóum sem notuð verður sem keppnissvæði á Landsmóti UMFÍ í sumar.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.
Fundi slitið - kl. 17:00.