Skoðun á jarðhita og kaldavatnsréttindum sveitarfélagins.
Málsnúmer 1403111
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 312. fundur - 20.03.2014
Afgreiðsla 5. fundar veitunefndar staðfest á 312. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela veitunefnd að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á stöðu sveitarfélagsins er kemur að jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins, bæði á þeim vatnslindum sem nú eru í notkun sem og þeim vatnslindum sem mögulegt er að farið verði í á næstu árum í samræmi við þá vinnu sem nú er í gangi hjá veitunefnd sveitarfélagsins.
Gert er ráð fyrir því að sá kostnaður sem af verkinu hlýst verði greiddur af eigin fé sveitarfélagsins og að um það verði gerður sérstakur viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2014.
Greinargerð
Mikilvægt er fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð að lögformleg staða sveitarfélagsins sé skýr er varðar jarðhita- og kaldavatnsréttindi sveitarfélagsins. Eðlilegt verður að teljast að slík vinna fari fram hjá veitunefnd og veitu- og framkvæmdarsviði sveitarfélagsins. Veitunefnd sveitarfélagsins er að vinna í því að teikna upp framtíðarmöguleika veitanna með það að markmiði að stækka þjónustusvæðið og fjölga notendum sem aðgang hafa að heitu vatni í Skagafirði. Því er eðlilegt að litið sé til þess jafnframt því að skoða þau vatnasvæði sem nú þegar eru í notkun í því lögfræðiáliti sem lagt er til að farið verði í. Ekki er síður mikilvægt að skoða stöðu á þeim svæðum er sjá íbúum og fyrirtækjum fyrir köldu vatni."
Sviðstjóra er falið að leita eftir aðilum til að vinna að úttektinni.