Fara í efni

Landstólpinn 2014

Málsnúmer 1403258

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 656. fundur - 27.03.2014

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í lok apríl 2014 verður "Landstólpinn - samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar" afhentur í fjórða sinn. Af því tilefni óskar Byggðastofnun eftir tilnefningum til viðurkenningarinnar á árinu 2014. Viðurkenningin er veitt til verkefnis eða starfsemi, umfjöllun eða annað sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Lögð er áhersla á tilnefndir verði einstaklingar, hópar, fyrirtæki og verkefni, sem ekki eru á vegum stofnana eða sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Gestastofu sútarans til viðurkenningarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 656. fundar byggðaráðs staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.