Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

656. fundur 27. mars 2014 kl. 09:00 - 11:07 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Gísli Árnason varam.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun samgönguáætlunar, fjarskiptaáætlunar, samráðsfundir o.fl.

Málsnúmer 1403219Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá SSNV, þar sem tilkynnt er um að innanríkisráðuneytið hefur boðað til fundar með landshlutasamtökunum vegna undirbúnings samgöngu- og fjarskiptaáætlana til næstu 12 ára. Þar sem ekki er starfandi samgöngunefnd á vettvangi Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hefur verið ákveðið að bjóða öllum sveitarfélögum á starfssvæðinu að senda fulltrúa sína til fundarins.
Byggðarráð samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi.

2.Hraun Fljótum - flutningur og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu

Málsnúmer 1403225Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands varðandi gamla íbúðarhúsið að Hraunum í Fljótum sem er byggt 1873, líkrar gerðar og Áshúsið á Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Núverandi eigendur hússins hafa ekki hug á að viðhalda húsinu og vilja það burt af staðnum. Mat stofnunarinnar er að mikilvægt sé að varðveita húsið innan héraðsins og björgun þess forgangsverkefni á sviði húsverndar í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

3.Landstólpinn 2014

Málsnúmer 1403258Vakta málsnúmer

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn verður í lok apríl 2014 verður "Landstólpinn - samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar" afhentur í fjórða sinn. Af því tilefni óskar Byggðastofnun eftir tilnefningum til viðurkenningarinnar á árinu 2014. Viðurkenningin er veitt til verkefnis eða starfsemi, umfjöllun eða annað sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Lögð er áhersla á tilnefndir verði einstaklingar, hópar, fyrirtæki og verkefni, sem ekki eru á vegum stofnana eða sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Gestastofu sútarans til viðurkenningarinnar.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Árskóli, lóð/bílastæði að norðanverðu

Málsnúmer 1403349Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014, fjárfestingalið eignasjóðs (31850), hækkun um 20.000.000 kr.
Á fjárhagsáætlun ársins 2014 var ekki gert ráð fyrir að ráðist yrði í frágang á bílastæði norðan við Árskóla. Ef nota á nýjan aðalinngang íþróttahúss er nauðsynlegt að ganga frá aðkomunni næst nýju álmu skólans, Þekjunni.
Byggðarráð samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna aðkomunnar að íþróttahúsi og nýju álmu skólans, Þekjunni, fjárfestingaliður eignasjóðs (31850) að upphæð 20.000.000 kr. sem fjármögnuð verði af eigin fé.

5.Árskóli - lóð/bílastæði að norðanverðu.

Málsnúmer 1401200Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í frágang á aðkomu við nýjan inngang í íþróttahúsið og Árskóla. Sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs er falin umsjón framkvæmdarinnar.

6.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma

Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fá sérfræðing til viðræðna við ráðið um aðstoð við sveitarfélagið í samningaviðræðum við ríkið um framtíð Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.

7.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga sem vísað var til byggðarráðs frá 312. fundi sveitarstjórnar:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins til að ræða stöðu Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og áform sveitarfélagsins um hugsanlega yfirtöku þess á rekstri heilbrigðisstofnunarinnar."
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins.

8.Kvistahlíð 9 -sala

Málsnúmer 1403348Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að fasteignin Kvistahlíð 9, 213-1946, Sauðárkróki verði seld.
Byggðarráð samþykkir að fasteignin Kvistahlíð 9, verði seld.

9.Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Árskóla

Málsnúmer 1403347Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í byggðarráði hefur óskað eftir að ræða húsnæðismál Árskóla á fundi byggðarráðs og óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvað hafa breytingar og nýbygging við húsnæði Árskóla kostað sveitarfélagið?
2. Hver er áætlaður heildarkostnaður við framkvæmd og búnaðarkaup?
3. Hvernig hefur kostnaður verið fjármagnaður?
4. Hvað á eftir að greiða og þá hverjum?
5. Er framkvæmdum lokið og ef ekki hvað stendur út af?

1. Breytingar og nýbygging við Árskóla hafa kostað 624 milljónir króna.
2. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir og búnaðarkaup 643 milljónir króna.
3. Framkvæmdir hafa verið fjármagnaðar samkvæmt fjármögnunarsamningi við Kaupfélag Skagfirðinga sem samþykktur var af sveitarstjórn þann 30.janúar 2013 annars vegar og með eigin fé hins vegar.
4. Allir samþykktir reikningar eru greiddir en lokauppgjör hefur ekki farið fram.
5. Ekki er komið lokauppgjör við verktakann vegna magntölubreytinga og aukaverka.

10.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2014

Málsnúmer 1402080Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

11.Nordiskt vänortsmöte i Kristianstad 2014

Málsnúmer 1311034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boðsbréf frá Kristianstads kommun í Svíþjóð, þar sem boðið er til vinabæjamóts 24.-27. júní 2014. Í ár fagnar Kristianstad 400 ára afmæli borgarinnar.

12.Valabjörg 146073 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1312036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 29. nóvember 2013, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Valabjörg, landnúmer 146073. Seljandi er Lífsval ehf., kt. 531202-3090 og kaupandi Eiríkur Kristján Gissurarson, kt. 060653-5859.

13.Skuggabjörg 146587 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1403248Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 17. mars 2014, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Skuggabjörg, landnúmer 146587. Seljandi er Sigríður Jóhannsdóttir, kt. 300921-3379 og kaupandi Páll Birgir Óskarsson, kt. 130459-3159.

14.Endanleg úthlutun v/ sérþarfa fatlaðra grunnskólanema 2014

Málsnúmer 1403273Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dagsett 19. mars 2014, þar sem tilkynnt er um endanlega úthlutun framlaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum fjárhagsárið 2014. Framlag til Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemur 15.400.000 krónum.

Fundi slitið - kl. 11:07.