Fara í efni

Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Árskóla

Málsnúmer 1403347

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 656. fundur - 27.03.2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í byggðarráði hefur óskað eftir að ræða húsnæðismál Árskóla á fundi byggðarráðs og óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvað hafa breytingar og nýbygging við húsnæði Árskóla kostað sveitarfélagið?
2. Hver er áætlaður heildarkostnaður við framkvæmd og búnaðarkaup?
3. Hvernig hefur kostnaður verið fjármagnaður?
4. Hvað á eftir að greiða og þá hverjum?
5. Er framkvæmdum lokið og ef ekki hvað stendur út af?

1. Breytingar og nýbygging við Árskóla hafa kostað 624 milljónir króna.
2. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdir og búnaðarkaup 643 milljónir króna.
3. Framkvæmdir hafa verið fjármagnaðar samkvæmt fjármögnunarsamningi við Kaupfélag Skagfirðinga sem samþykktur var af sveitarstjórn þann 30.janúar 2013 annars vegar og með eigin fé hins vegar.
4. Allir samþykktir reikningar eru greiddir en lokauppgjör hefur ekki farið fram.
5. Ekki er komið lokauppgjör við verktakann vegna magntölubreytinga og aukaverka.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Afgreiðsla 656. fundar byggðaráðs staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 20. mars 2014 með níu atkvæðum.