Drög að jafnréttisáætlun leikskólanna í Skagafirði lögð fram. Áætlunin er byggð á ákvæðum laga og samþykktri áætlun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Steinunn Arnljótsdóttir, áheyrnarfulltrúi leikskólastjóra og Broddi Reyr Hansen, áheyrnafulltrúi foreldra leikskólabarna, sátu fundinn undir þessum lið. Nefndin fagnar gerð jafnréttisáætlunar fyrir leikskóla Skagafjarðar og felur sviðsstjóra og leikskólastjórum að fullgera áætlunina og leggja fyrir næsta fund.
Nefndin fagnar gerð jafnréttisáætlunar fyrir leikskóla Skagafjarðar og felur sviðsstjóra og leikskólastjórum að fullgera áætlunina og leggja fyrir næsta fund.