Fara í efni

Ársreikningur 2013

Málsnúmer 1404240

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 659. fundur - 28.04.2014

Ársreikingur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess fyrir árið 2013 lagður fram. Kristján Jónasson lögg. endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir og kynnti reikninginn fyrir fundarmönnum. Undir þessum dagskrárlið sátu auk byggðarráðs eftirtaldir sveitarstjórnarmenn fundinn; Bjarki Tryggvason og Sigríður Svavarsdóttir.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til umfjöllunar og fyrri umræðu i sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 314. fundur - 30.04.2014

Sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2013.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 3.902 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 3.289 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.198 millj. króna, þar af A-hluti 3.012 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 703 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 277 millj. króna. Afskriftir eru samtals 142 millj. króna, þar af 79 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 228 millj. króna, þ.a. eru 171 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2013 er 314 millj. króna og rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 11 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 6.995 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 5.222 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2013 samtals 5.487 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.075 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.199 millj. króna hjá A og B hluta auk 321 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.508 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 22%. Lífeyrisskuldbindingar nema 879 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 48 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 529 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 214 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 940 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2013, 721 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 818 millj. króna á árinu 2013. Afborganir langtímalána umfram nýjar lántökur námu á árinu 2013 200 millj. króna , handbært fé lækkaði um 298 þús. króna á árinu og nam það 74 millj. króna í árslok.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2013 133%, sé dreginn frá hluti lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum eins og heimilað er.

Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Forseti lagði fram tillögu um að vísa ársreikningi til síðari umræðu. Samþykkt með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 10. liðar á dagskrá fundarins, Ársreikningur sveitarfélagsins árið 2013. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Ársreikningur Sveitarfélagins Skagafjarðar fyrir árið 2013 lagður fram til síðari umræðu og samþykktar í sveitarstjórn.

Mageir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasvið og staðgengill sveitarstjóra, tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2013.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 3.902 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 3.289 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.198 millj. króna, þar af A-hluti 3.012 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 703 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 277 millj. króna. Afskriftir eru samtals 142 millj. króna, þar af 79 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 228 millj. króna, þ.a. eru 171 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2013 er 314 millj. króna og rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 11 millj. króna.

Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 6.995 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 5.222 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2013 samtals 5.487 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.075 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.199 millj. króna hjá A og B hluta auk 321 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.508 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 22%. Lífeyrisskuldbindingar nema 879 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 48 millj. króna nettó.

Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 529 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 214 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 940 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2013, 721 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 818 millj. króna á árinu 2013. Afborganir langtímalána umfram nýjar lántökur námu á árinu 2013 200 millj. króna , handbært fé lækkaði um 298 þús. króna á árinu og nam það 74 millj. króna í árslok.

Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2013 133%, sé dreginn frá hluti lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum eins og heimilað er.

Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Ánægjulegt er að sjá jákvæða niðurstöðu reksturs A og B hluta á árinu 2013.
Afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og munar þar um 250 m.kr. auknar rekstrartekjur sem eru m.a. vegna aukinna framlaga Jöfnunarsjóðs, hærri skatt- og þjónustutekna. Eitt af því sem ársreikningur á m.a. skv. lögum að sýna, er hversu vel sveitarfélagið hefur staðist þá fjárhagsáætlun sem formlega var gefin út fyrir árið. Sjá má að rekstrargjöld A hlutans eru 152 m.kr. hærri en áætlun og samantekið A og B hluta 142 m.kr. hærri. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins hafa hækkað mjög á kjörtímabilinu á hvern íbúa en þær eru nú um ein milljón og fjögurhundruð þúsund krónur en voru í ársbyrjun 2010 liðlega ellefuhundruðu þúsund krónur. Hækkun skulda er langt umfram almennar verðlagshækkanir á sama tímabili.
Það er því ljóst að þrátt fyrir jákvæða rekstrarniðurstöðu sem ber að fagna, þá þarf að stíga varlega til jarðar hvað varðar fjárfestingar og enn frekari skuldaaukningu sveitarfélagsins. Mikilvægt er að reksturinn verði með þeim hætti að hann skapi svigrúm til þess að greiða niður skuldir næstu árin"

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni
Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum

Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa ánægju með niðurstöðu ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Rekstrarafgangur er jákvæður umfram þær áætlanir sem lágu fyrir á árinu. Þetta sýnir að þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur unnið eftir á síðari hluta kjörtímabilsins eru að skila árangri.
Þótt þakka megi bætta rekstrarafkomu á síðasta ári auknum framlögum frá Jöfnunarsjóði, hærri skattekjum og gengishagnaði að stórum hluta, er vert að benda á að helstu útgjaldaliðir hafa haldist innan ramma þröngrar fjárhagsáætlunar. Í þessu skyni ber að þakka starfsfólki sveitarfélagsins, sviðsstjórum og sveitarstjóra fyrir óeigingjarna vinnu við að ná settum markmiðum hvað varðar útgjöld sveitarfélagsins.
Sjálfstæðismenn vilja árétta að þrátt fyrir bætta afkomu á síðasta ári, má hvergi slaka á í stöðugri endurskoðun á rekstarkostnaði sveitarfélagsins á komandi árum. Aðhald í rekstri og efling atvinnulífs með fjölgun starfa er grundvöllur þess að hægt verði að bæta þjónustu við íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og jafnframt að ná fram lækkun á skuldum sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn munu leggja höfuðáherslu á það markmið að rekstur sveitarsjóðs stuðli að aukinni hagsæld fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar á komandi árum.

Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Afar jákvætt er að sjá niðurstöðu ársreiknings 2013 en aldrei frá stofnun sveitarfélagsins hefur sveitarstjóði verið skilað með betri afkomu, 314 milljón króna tekjuafgangi og A hluti sveitarstjóðs með 11 milljóna króna tekjuafgangi. Árin 2012 og 2013 var rekstur sveitarsjóðs jákvæður og er það í fyrsta skipti sem sveitarstjóður verið rekin tvö ár í röð með hagnaði og ber það vott um stöðuga fjármálastjórn og góða vinnu starfsfólks sveitarfélagsins og fyrir hana ber að þakka. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir í héraðinu á kjörtímabilinu er skuldahlutfall sveitarfélagsins undir þeim viðmiðum sem sett eru um fjármála sveitarfélaga eða 133% og inn í því eru allar skuldir sveitarsjóðs, þ.m.t. Árskóli að fullu.

Niðurstaða líkt og kynnt er hér í dag er forsenda þess að áfram sé hægt að halda uppbyggingu innviða sveitarfélagsins. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð með aðhaldi í rekstri samhliða áframhaldandi uppbyggingu í Skagafirði.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, með leyfi forseta.

Forseti bar ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013, undir atkvæði.

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013, var samþykktur með níu atkvæðum.