Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
1.
Málsnúmer Vakta málsnúmer
1.1.Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1309381Vakta málsnúmer
1.2.Hóll 145979 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1403138Vakta málsnúmer
1.3.Faxatorg (143322)- Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1403275Vakta málsnúmer
1.4.Lambanes (146837) - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1311189Vakta málsnúmer
1.5.Lóð 63 á Gránumóum - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1402372Vakta málsnúmer
1.6.Bárustígur 9 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1404153Vakta málsnúmer
1.7.Borgarfell 146151 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1312128Vakta málsnúmer
1.8.Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um lóð við Borgarland
Málsnúmer 1404150Vakta málsnúmer
1.9.Miklihóll land 2 (221574) - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1404145Vakta málsnúmer
1.10.Brekkutún 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.
Málsnúmer 1404124Vakta málsnúmer
1.11.Lýtingsstaðir lóð 1 (219794) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1311082Vakta málsnúmer
1.12.Bústaðir II 193157 - - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1404096Vakta málsnúmer
1.13.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer
1.14.Gil lóð 1 (220944) - Umsókn um byggingarreit og vegtengingu
Málsnúmer 1403343Vakta málsnúmer
2.Skipulags- og byggingarnefnd - 257
Málsnúmer 1404001FVakta málsnúmer
2.1.Refa- og minkaveiði 2014
Málsnúmer 1404069Vakta málsnúmer
3.Landbúnaðarnefnd - 173
Málsnúmer 1404008FVakta málsnúmer
3.1.Styrktarsjóður EBÍ 2014
Málsnúmer 1402113Vakta málsnúmer
3.2.Refa- og minkaveiði 2014
Málsnúmer 1404069Vakta málsnúmer
3.3.Efra-Hagan 2, Sandurinn (222260) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1403204Vakta málsnúmer
4.Fundagerðir stjórnar 2014 - SÍS
Málsnúmer 1401008Vakta málsnúmer
5.Fundagerðir stjórnar Heilbr.eftirlist Nl.v. 2014
Málsnúmer 1401013Vakta málsnúmer
6.Fundargerðir 2013 og 2014 Rætur bs.
Málsnúmer 1402355Vakta málsnúmer
7.Ársreikningur sveitarfélagins árið 2013
Málsnúmer 1404240Vakta málsnúmer
Mageir Friðriksson, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasvið og staðgengill sveitarstjóra, tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2013.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013 er hér lagður fram til fyrri umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 3.902 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 3.289 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.198 millj. króna, þar af A-hluti 3.012 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 703 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 277 millj. króna. Afskriftir eru samtals 142 millj. króna, þar af 79 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 228 millj. króna, þ.a. eru 171 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2013 er 314 millj. króna og rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 11 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 6.995 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 5.222 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2013 samtals 5.487 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.075 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.199 millj. króna hjá A og B hluta auk 321 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.508 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 22%. Lífeyrisskuldbindingar nema 879 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 48 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 529 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 214 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A og B hluta er 940 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar námu á árinu 2013, 721 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 818 millj. króna á árinu 2013. Afborganir langtímalána umfram nýjar lántökur námu á árinu 2013 200 millj. króna , handbært fé lækkaði um 298 þús. króna á árinu og nam það 74 millj. króna í árslok.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2013 133%, sé dreginn frá hluti lífeyrisskuldbindinga af heildarskuldum og skuldbindingum eins og heimilað er.
Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Ánægjulegt er að sjá jákvæða niðurstöðu reksturs A og B hluta á árinu 2013.
Afkoman er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og munar þar um 250 m.kr. auknar rekstrartekjur sem eru m.a. vegna aukinna framlaga Jöfnunarsjóðs, hærri skatt- og þjónustutekna. Eitt af því sem ársreikningur á m.a. skv. lögum að sýna, er hversu vel sveitarfélagið hefur staðist þá fjárhagsáætlun sem formlega var gefin út fyrir árið. Sjá má að rekstrargjöld A hlutans eru 152 m.kr. hærri en áætlun og samantekið A og B hluta 142 m.kr. hærri. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins hafa hækkað mjög á kjörtímabilinu á hvern íbúa en þær eru nú um ein milljón og fjögurhundruð þúsund krónur en voru í ársbyrjun 2010 liðlega ellefuhundruðu þúsund krónur. Hækkun skulda er langt umfram almennar verðlagshækkanir á sama tímabili.
Það er því ljóst að þrátt fyrir jákvæða rekstrarniðurstöðu sem ber að fagna, þá þarf að stíga varlega til jarðar hvað varðar fjárfestingar og enn frekari skuldaaukningu sveitarfélagsins. Mikilvægt er að reksturinn verði með þeim hætti að hann skapi svigrúm til þess að greiða niður skuldir næstu árin"
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni
Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum
Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsa ánægju með niðurstöðu ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2013. Rekstrarafgangur er jákvæður umfram þær áætlanir sem lágu fyrir á árinu. Þetta sýnir að þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur unnið eftir á síðari hluta kjörtímabilsins eru að skila árangri.
Þótt þakka megi bætta rekstrarafkomu á síðasta ári auknum framlögum frá Jöfnunarsjóði, hærri skattekjum og gengishagnaði að stórum hluta, er vert að benda á að helstu útgjaldaliðir hafa haldist innan ramma þröngrar fjárhagsáætlunar. Í þessu skyni ber að þakka starfsfólki sveitarfélagsins, sviðsstjórum og sveitarstjóra fyrir óeigingjarna vinnu við að ná settum markmiðum hvað varðar útgjöld sveitarfélagsins.
Sjálfstæðismenn vilja árétta að þrátt fyrir bætta afkomu á síðasta ári, má hvergi slaka á í stöðugri endurskoðun á rekstarkostnaði sveitarfélagsins á komandi árum. Aðhald í rekstri og efling atvinnulífs með fjölgun starfa er grundvöllur þess að hægt verði að bæta þjónustu við íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og jafnframt að ná fram lækkun á skuldum sveitarfélagsins. Sjálfstæðismenn munu leggja höfuðáherslu á það markmið að rekstur sveitarsjóðs stuðli að aukinni hagsæld fyrir íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar á komandi árum.
Jón Magnússon
Sigríður Svavarsdóttir
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Afar jákvætt er að sjá niðurstöðu ársreiknings 2013 en aldrei frá stofnun sveitarfélagsins hefur sveitarstjóði verið skilað með betri afkomu, 314 milljón króna tekjuafgangi og A hluti sveitarstjóðs með 11 milljóna króna tekjuafgangi. Árin 2012 og 2013 var rekstur sveitarsjóðs jákvæður og er það í fyrsta skipti sem sveitarstjóður verið rekin tvö ár í röð með hagnaði og ber það vott um stöðuga fjármálastjórn og góða vinnu starfsfólks sveitarfélagsins og fyrir hana ber að þakka. Þrátt fyrir miklar framkvæmdir í héraðinu á kjörtímabilinu er skuldahlutfall sveitarfélagsins undir þeim viðmiðum sem sett eru um fjármála sveitarfélaga eða 133% og inn í því eru allar skuldir sveitarsjóðs, þ.m.t. Árskóli að fullu.
Niðurstaða líkt og kynnt er hér í dag er forsenda þess að áfram sé hægt að halda uppbyggingu innviða sveitarfélagsins. Mikilvægt er að halda áfram á þeirri braut sem nú hefur verið mörkuð með aðhaldi í rekstri samhliða áframhaldandi uppbyggingu í Skagafirði.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs, með leyfi forseta.
Forseti bar ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013, undir atkvæði.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2013, var samþykktur með níu atkvæðum.
8.Viðauki við fjárhagsáætlun - Ársalir skipulag skólastarfs
Málsnúmer 1404125Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna væntanlegrar fjölgunar barna við leikskólann Ársali í upphafi skólaárs 2014/2015. Lagt er til að hækka launalið stofnunarinnar, málaflokks 04112, um 4.450.000 kr. og tekjulið um 1.950.000 kr.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu um viðauka á fjárhagsáætlun 2014 að upphæð 2.500.000 kr. nettó á fjárhagslið 04112 - Leikskólinn Ársalir, og fjármagnið tekið af eigin fé.
Viðauki við fjárhagsáætlun - Ársalir skipulag skólastarfs borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.
8.1.Lindargata 1 og 3 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1403358Vakta málsnúmer
8.2.Árfell 215214 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1404183Vakta málsnúmer
8.3.Gil (145930)- Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1404152Vakta málsnúmer
8.4.Framlög til fjallskilasjóða árið 2014
Málsnúmer 1403162Vakta málsnúmer
8.5.Efra-Hagan 2, land 2 (222259) - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1403203Vakta málsnúmer
8.6.Efra-Hagan 2, land 1 (222258) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1403202Vakta málsnúmer
8.7.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer
8.8.Glaumbær - deiliskipulag
Málsnúmer 1310208Vakta málsnúmer
8.9.Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um lóð fyrir hótelbyggingu.
Málsnúmer 1404253Vakta málsnúmer
8.10.Gil lóð 1 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1404255Vakta málsnúmer
9.Skipulags- og byggingarnefnd - 258
Málsnúmer 1404009FVakta málsnúmer
9.1.Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkrókir - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1402229Vakta málsnúmer
9.2.Eyvindarstaðaheiði ehf. - Aðalfundur 2014
Málsnúmer 1404189Vakta málsnúmer
9.3.Könnun á sameiningarmálum í Húnavatnshreppi
Málsnúmer 1404162Vakta málsnúmer
9.4.Endurbætur á minnismerki um Stephan. G. Stephansson
Málsnúmer 1401246Vakta málsnúmer
9.5.Nordiskt vänortsmöte i Kristianstad 2014
Málsnúmer 1311034Vakta málsnúmer
9.6.Hvammkot(146176)- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1404151Vakta málsnúmer
9.7.Ársreikningur SSNV 2013
Málsnúmer 1404241Vakta málsnúmer
9.8.Tillaga um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Líndals
Málsnúmer 1404085Vakta málsnúmer
9.9.GS-Umsókn um styrk v/ fasteignagjalda
Málsnúmer 1403365Vakta málsnúmer
9.10.Árfsundur 2014 - Stapi
Málsnúmer 1404229Vakta málsnúmer
9.11.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014
Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer
9.12.Ársreikningur 2013
Málsnúmer 1404240Vakta málsnúmer
10.Byggðarráð Skagafjarðar - 659
Málsnúmer 1404010FVakta málsnúmer
10.1.Áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2014
Málsnúmer 1404087Vakta málsnúmer
10.2.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur 2013
Málsnúmer 1404066Vakta málsnúmer
10.3.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir
Málsnúmer 1404065Vakta málsnúmer
Á fundargerðum sjávarútvegssveitarfélaga sést hve sýn þeirra sem ráða för í stjórn samtakanna er takmörkuð og stýrist fyrst og fremst af skammtíma sérhagsmunum en alls ekki hagsmunum almennings.
Enginn gaumur er gefinn að þeirri staðreynd að þorskveiðin nú, eftir að veiðiráðgjöf Hafró hefur verið fylgt í einu og öllu um árabil, er mun minni en fyrir daga kerfisins. Reyndar er þorskveiðin nú 100 þúsund tonnum minni en hún var árið 1924. Einna verst er að slæmar niðurstöður úr togararalli Hafró gefa til kynna þorskkvóti næsta fiskveiðiárs verði verulega skertur frá því sem hann er í ár. Í stað þess að taka framangreindar staðreyndir til umræðu þá er stjórnin að eyða öllu púðri í umræðu um hvort að veiðigjaldið eigi að vera einni krónu lægra eða hærra.
Afgreiðsla 658. fundar byggðaráðs staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.
10.4.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer
10.5.Ársalir - skipulag skólastarfs 2014-2015
Málsnúmer 1403345Vakta málsnúmer
10.6.Viðauki við fjárhagsáætlun - Ársalir skipulag skólastarfs
Málsnúmer 1404125Vakta málsnúmer
10.7.Hraun Fljótum - flutningur og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu
Málsnúmer 1403225Vakta málsnúmer
Að mati Minjastofnunar Íslands er það forgangsverkefni á sviði húsverndar í Skagafirði að vernda reisulegt Hraunshúsið sem er að stofni til eitt elsta timburhús í Skagafirði. Það er mikilvægt að sveitarfélagið stuðli að verndun hússins í Skagafirði í samvinnu við fleiri aðila.
Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.
11.Landbúnaðarnefnd - 172
Málsnúmer 1404004FVakta málsnúmer
11.1.Fjárhagsaðstoð 2014 trúnaðarbók
Málsnúmer 1401169Vakta málsnúmer
11.2.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer
11.3.Laun í vinnuskóla 2014
Málsnúmer 1403271Vakta málsnúmer
12.Félags- og tómstundanefnd - 207
Málsnúmer 1404006FVakta málsnúmer
12.1.Minjahúsið á Sauðárkróki
Málsnúmer 1405010Vakta málsnúmer
12.2.Fjölskyldustefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1309215Vakta málsnúmer
12.3.Endurnýjun menningarsamninga - Staða
Málsnúmer 1404119Vakta málsnúmer
13.Byggðarráð Skagafjarðar - 658
Málsnúmer 1404005FVakta málsnúmer
13.1.Glaumbær - deiliskipulag
Málsnúmer 1310208Vakta málsnúmer
13.2.Miðlun tækni- og nýsköpunar
Málsnúmer 1312240Vakta málsnúmer
13.3.Atvinnulífssýning 2014
Málsnúmer 1403272Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn fagnar því hver vel tóks til við framkvæmd sýningarinnar og þakkar þátttakendum, gestum og starfsmönnum gott starf.
Undir það tóku allir sveitarstjórnarfulltrúar.
Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.
13.4.Endurbætur á minnismerki um Stephan. G. Stephansson
Málsnúmer 1401246Vakta málsnúmer
13.5.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð 2014-2017
Málsnúmer 1404279Vakta málsnúmer
13.6.Samningur um skilyrtan styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar 2014
Málsnúmer 1403057Vakta málsnúmer
13.7.Eignarhald félagsheimila í Skagafirði
Málsnúmer 1402057Vakta málsnúmer
14.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 7
Málsnúmer 1404012FVakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 17:40.