Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Ársreikningur 2013
Málsnúmer 1404240Vakta málsnúmer
2.Eyvindarstaðaheiði ehf. - Aðalfundur 2014
Málsnúmer 1404189Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð um aðalfund Eyvindarstaðarheiðar ehf. þann 30. apríl 2014, að Borgarmýri 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
3.Árfsundur 2014 - Stapi
Málsnúmer 1404229Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð um ársfund Stapa lífeyrissjóðs, miðvikudaginn 21. maí 2014 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
Byggðarráð samþykkir að Ásta B. Pálmadóttir sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
4.GS-Umsókn um styrk v/ fasteignagjalda
Málsnúmer 1403365Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Golfklúbbi Sauðárkróks, kt. 570884-0349, dagsett 17. mars 2014, þar sem sótt er um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2014, af fasteigninni Borgarflöt 2, Sauðárkróki, 213-1289, skv. 5.gr. reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Frestað erindi frá 657. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð hafnar erindinu þar sem Golfklúbbur Sauðárkróks nýtur rekstrarstyrkja samkvæmt samningi þar um og uppfyllir því ekki skilyrði fyrir lækkun fasteignaskatts skv. 5. grein reglna sveitarfélagsins.
Frestað erindi frá 657. fundi byggðarráðs.
Byggðarráð hafnar erindinu þar sem Golfklúbbur Sauðárkróks nýtur rekstrarstyrkja samkvæmt samningi þar um og uppfyllir því ekki skilyrði fyrir lækkun fasteignaskatts skv. 5. grein reglna sveitarfélagsins.
5.Tillaga um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Líndals
Málsnúmer 1404085Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi tillaga Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur fulltrúa Samfylkingar og Sigurjóns Þórðarsonar fulltrúa Frjálslyndra og óháðra, sem vísað var til byggðarráðs frá 313. fundi sveitarstjórnar.
Tillaga um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að lagt verði mat á framkvæmd hagræðingartillagna sem farið var í, í framhaldi af úttekt Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins árið 2012, ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki var farið í. Jafnframt verði lagt mat á áhrif þeirra tillagna sem ráðist var í, á þjónustu sveitarfélagsins.
Greinargerð.
Að beiðni sveitarstjóra í framhaldi af ákvörðun sveitarstjórnar, tók Haraldur Líndal að sér að gera úttekt á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, þannig að reksturinn skili meiri framlegð til að standa undir afborgunum lána og nýjum framkvæmdum. Skýrslan sem er upp á 161 blaðsíðu sýnir 95 tillögur og er það mat skýrsluhöfundar að möguleikarnir eru margir til að bæta rekstrarafkomuna, einnig kemur fram að engar af tillögunum ganga lengra en mörg sveitarfélög hafa verið að framkvæma að undanskilinni einni tillögu. Einnig kemur fram að tillögurnar eiga ekki að skerða þjónustu sveitarfélagsins á nokkurn hátt. Mikilvægt er í framhaldi af kostnaðarsamri úttekt sem talin var mikilvæg á sínum tíma að sveitarstjórn ákveði að leggja mat á hvernig sveitarstjórn, nefndir og ráð hafa unnið með þær tillögur sem lagðar voru fram og hverju þær hafa skilað ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki hefur verið unnið með.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum.
Byggðarráð samþykkir að hefja vinnu við að leggja mat á framkvæmd tillagna Haralds L. Haraldssonar. Í því skyni verða tillögurnar teknar til umfjöllunar í byggðarráði með sveitarstjóra og sviðsstjórum.
Tillaga um mat á framkvæmd hagræðingartillagna Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að lagt verði mat á framkvæmd hagræðingartillagna sem farið var í, í framhaldi af úttekt Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Sveitarfélagsins árið 2012, ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki var farið í. Jafnframt verði lagt mat á áhrif þeirra tillagna sem ráðist var í, á þjónustu sveitarfélagsins.
Greinargerð.
Að beiðni sveitarstjóra í framhaldi af ákvörðun sveitarstjórnar, tók Haraldur Líndal að sér að gera úttekt á rekstri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, með það að markmiði að koma fram með tillögur að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins, þannig að reksturinn skili meiri framlegð til að standa undir afborgunum lána og nýjum framkvæmdum. Skýrslan sem er upp á 161 blaðsíðu sýnir 95 tillögur og er það mat skýrsluhöfundar að möguleikarnir eru margir til að bæta rekstrarafkomuna, einnig kemur fram að engar af tillögunum ganga lengra en mörg sveitarfélög hafa verið að framkvæma að undanskilinni einni tillögu. Einnig kemur fram að tillögurnar eiga ekki að skerða þjónustu sveitarfélagsins á nokkurn hátt. Mikilvægt er í framhaldi af kostnaðarsamri úttekt sem talin var mikilvæg á sínum tíma að sveitarstjórn ákveði að leggja mat á hvernig sveitarstjórn, nefndir og ráð hafa unnið með þær tillögur sem lagðar voru fram og hverju þær hafa skilað ásamt því að teknar verði saman þær tillögur sem ekki hefur verið unnið með.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslyndum og óháðum.
Byggðarráð samþykkir að hefja vinnu við að leggja mat á framkvæmd tillagna Haralds L. Haraldssonar. Í því skyni verða tillögurnar teknar til umfjöllunar í byggðarráði með sveitarstjóra og sviðsstjórum.
6.Ársreikningur SSNV 2013
Málsnúmer 1404241Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá stjórn SSNV dagsett 10. apríl 2014, þar sem gerð er grein fyrir þróunarverkefninu NORCE sem leitt var af Atvinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra (ANVEST) á árunum 2004-2009 og hvernig gerð verður grein fyrir því uppgjöri og tekjufærslum við gerð ársreiknings SSNV fyrir árið 2013.
Byggðarráð leggur áherslu á að stjórn SSNV hraði eins og unnt er greinargerð um atriði er varða ofangreint uppgjör.
Undir þessum dagskrárlið kynnt bréf Oddnýjar M. Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa Blönduósbæjar, dagsett 15. apríl s.l. sem hún hefur sent til sveitarfélaga sem aðild eiga að SSNV.
Byggðarráð leggur áherslu á að stjórn SSNV hraði eins og unnt er greinargerð um atriði er varða ofangreint uppgjör.
Undir þessum dagskrárlið kynnt bréf Oddnýjar M. Gunnarsdóttur bæjarfulltrúa Blönduósbæjar, dagsett 15. apríl s.l. sem hún hefur sent til sveitarfélaga sem aðild eiga að SSNV.
Sigurjón Þórðarson vék af fundi kl. 16:10.
7.Hvammkot(146176)- Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1404151Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 10. apríl 2014 frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðnýjar Þórðardóttur, kt. 080637-3499 um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Hvammkoti, 560 Varmahlíð. Gististaður - flokkur I, heimagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
8.Nordiskt vänortsmöte i Kristianstad 2014
Málsnúmer 1311034Vakta málsnúmer
Lögð fram dagskrá vinabæjamóts í Kristianstad, Svíþjóð, dagana 24.-27. júní 2014.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn, sveitarstjóri og sviðstjórar þeirra málaflokka sem verða til umfjöllunar, sæki mótið.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn, sveitarstjóri og sviðstjórar þeirra málaflokka sem verða til umfjöllunar, sæki mótið.
9.Endurbætur á minnismerki um Stephan. G. Stephansson
Málsnúmer 1401246Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsett 15. apríl 2014, þar sem tilkynnt er um að sveitarfélaginu hafi verið veittur styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 3.700.000 kr. til verkefnisins "Arnarstapi í Skagafirði - lagfæring, hönnun, stígagerð og merkingar."
10.Könnun á sameiningarmálum í Húnavatnshreppi
Málsnúmer 1404162Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. apríl 2014, þar sem fram kemur að sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur samþykkt að samhliða sveitarstjórnarkosningum 31. maí n.k. fari fram skoðanakönnun meðal íbúa Húnavatnshrepps um sameiningamál.
11.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014
Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNV frá 26. febrúar, 3. mars og 8. apríl 2014.
Fundi slitið - kl. 16:26.
Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til umfjöllunar og fyrri umræðu i sveitarstjórn.