Minnisvarði um Hallgrím Pétursson
Málsnúmer 1406079
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 317. fundur - 18.06.2014
Afgreiðsla 664. fundar byggðarráðs staðfest á 317. fundi sveitarstjórnar 18. júni 2014 með níu atkvæðum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 9. fundur - 26.06.2014
Tekið fyrir erindi frá Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga, sem vísað var til afgreiðslu nefndarinnar frá Byggðarráði, og lýtur að ósk um viðræður við Sveitarfélagið Skagafjörð um að gera Hallgrími Péturssyni minnisvarða að Gröf á Höfðaströnd í tilefni þess að í ár eru liðin 400 ár frá fæðingarári skáldsins. Samþykkt að formaður og varaformaður ræði við fulltrúa Menningarsjóðs KS um mögulega útfærslu þessa verkefnis.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 666. fundur - 03.07.2014
Afgreiðsla 9. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 666. fundi byggðarráðs þann 3. júlí 2014 með þremur atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.