Skagfirðingabraut 8 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.
Málsnúmer 1406264
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 259. fundur - 11.07.2014
Lúðvík R. Kemp og Ólafía K. Sigurðardóttir eigendur einbýlishússins Skagfirðingabraut á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta innkeyrslu að lóðinni. Innkeyrsla á lóðina er frá Suðurgötu. Nú er óskað eftir að fá einnig innkeyrslu á lóðina frá Skagfirðingabraut þannig að gegnumkeyrsla geti verið um lóðina. Meðfylgjandi gögn sem skíra hugmyndir umsækjenda eru dagsett eru 25. júní 2014. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu og telur að gegnumakstur um lóðina geti ógnað umferðaröryggi.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 668. fundur - 18.07.2014
Afgreiðsla 259. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 668. fundi byggðarráðs þann 18. júlí 2014 með þremur atkvæðum.