Fara í efni

Málefni fatlaðra - staða mála

Málsnúmer 1407047

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 209. fundur - 08.07.2014

Félagsmálastjóri kynnti stöðuna í málefnum fatlaðs fólks í Skagafirði. Til að leysa úr bráðri þörf fyrir búsetu er eftirfarandi lagt til: Að félags- og tómstundanefnd sæki um til byggðarráðs að tryggð verði fjárveiting að upphæð kr.7 milljónir til að fara af stað með búsetuúrræðið í september. Framkvæmdasvið gerir tillögu til stjórnar eignasjóðs um fjárveitingu til upplyftingar á húsnæðinu, en sú upphæð er lægri.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Lögð fram bókun frá 209. fundi félags- og tómstundanefndar þann 8. júlí 2014 þar sem lagt er til að byggðarráð tryggi fjárveitingu að upphæð 7 milljónir króna svo hægt verði að veita búsetuúrræði í Fellstúni 19b, frá og með september næstkomandi.
Byggðarráð samþykkir að hækka launalið málaflokks 025-Málefni fatlaðra um 7.000.000 kr., svo hægt sé að veita umrædda þjónustu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 667. fundur - 10.07.2014

Afgreiðsla 209. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 667. fundi byggðarráðs þann 10. júlí 2014 með þremur atkvæðum.