Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

209. fundur 08. júlí 2014 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarki Tryggvason formaður
  • Halla Ólafsdóttir varaform.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam.
  • Þorgerður Eva Þórhallsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Gunnar M Sandholt félagsmálastjóri
  • Þorvaldur Gröndal forstöðumaður frístunda- og forvarnamála
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá

1.Kosning formanns félags- og tómstundanefndar

Málsnúmer 1407041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um að Bjarki Tryggvason verði formaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt.

2.Kosning varaformanns félags- og tómstundanefndar

Málsnúmer 1407042Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um að Halla Ólafsdóttir verði varaformaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt.

3.Kosning ritara félags-og tómstundanefndar

Málsnúmer 1407043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um að Íris Baldvinsdóttir verði ritari nefndarinnar. Tillagan samþykkt.

4.Málefni fatlaðra - staða mála

Málsnúmer 1407047Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti stöðuna í málefnum fatlaðs fólks í Skagafirði. Til að leysa úr bráðri þörf fyrir búsetu er eftirfarandi lagt til: Að félags- og tómstundanefnd sæki um til byggðarráðs að tryggð verði fjárveiting að upphæð kr.7 milljónir til að fara af stað með búsetuúrræðið í september. Framkvæmdasvið gerir tillögu til stjórnar eignasjóðs um fjárveitingu til upplyftingar á húsnæðinu, en sú upphæð er lægri.

5.Verkefni félags- og tómstundanefndar

Málsnúmer 1407044Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti verkefni nefndarinnar.

6.Unglingalandsmót 2014 - staða mála

Málsnúmer 1407048Vakta málsnúmer

Forstöðumaður frístunda- og íþróttamála fór yfir undirbúning að unglingalandsmóti UMFÍ, sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.

7.Gestakort

Málsnúmer 1401187Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti tillögu að gestakorti í Skagafirði sem veitir aðgang að söfnum og sundlaugum í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Nefndin samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

8.Jafnréttisáætlun sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára

Málsnúmer 1407046Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti ákvæði laga um jafnréttisáætlanir sveitarfélaga. Unnið verður að samþykkt nýrrar áætlunar á næstu fundum nefndarinnar.

9.Landsfundur jafnréttisnefnda 19. september í Reykjavík - Fyrsta tilkynning

Málsnúmer 1407049Vakta málsnúmer

Lagt fram boð á jafnréttisþing sveitarfélaga sem haldið verður þann 19. september n.k. í Reykjavík.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1402069Vakta málsnúmer

Eitt erindi til umfjöllunar. Samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:00.