Þverá og Klón 146607 - Ábending um stofnun
Málsnúmer 1408110
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 264. fundur - 19.11.2014
Edda María Sveinsdóttir fh. Þjóðskrár Íslands bendir á í bréfi dagsettu 15. ágúst sl. að komið hafi í ljós misræmi í skráningu fasteignar sem skráð sé í fasteignaskrá Þverá og Klón, landnr. 146607, fastanúmer 214-3581, og að eignin sé óstaðfest í þinglýsingarbókum Sýslumanns. Við öflun gagna hefur komið í ljós að Þverá og Klón, landnr. 146607, fastanúmer 214-3581 er ranglega skráð í fasteignaskrá samkvæmt þinglýstum heimildum og er hér um tvær jarðir að ræða. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.