Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

264. fundur 19. nóvember 2014 kl. 08:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Þrastarstaðir 146605 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1410070Vakta málsnúmer

Dagmar Ásdís Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699 eigandi jarðarinnar Þrastarstaðir( landnr. 146605) á Höfðaströnd, sækir umað fá samþykktan byggingarreit fyrir gripahúsi á jörðinni. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir byggingarreitnum. Uppdrátturinn er í verki númer 73762, nr. S01 og er hann dagsettur 7. október 2014 2014. Fyrir liggur umsögn minjavarðar varðandi fyrirhugaðan byggingarreit. Erindið samþykkt.

2.Fagranes land 178665 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1410005Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Jóns S. Eiríkssonar kt. 080129-2469. Umsókn um leyfi til að byggja rafstöðvarhús á jörðinni Fagranes land (landnr. 178665) í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 1. október 2014.

3.Egg land 2 (221846) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1410026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Sigurbjargar Valtýsdóttir kt. 080850-2209, dagsett 2. október 2014. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður fyrir íbúðarhús á landinu Egg land 2 (221846) í Hegranesi. Skagafirði. Einnig sótt um leyfi til að flytja og koma fyrir á undirstöður íbúðarhúsi sem byggt hefur verið á athafnarlóð Friðriks Jónssonar ehf. nr. 8 við Borgarröst á Sauðárkróki samkvæmt byggingarleyfi þann 13. maí sl. Byggingarleyfi veitt 2. október 2014. Flutningur húss heimilaður 24. október 2014.

4.Halldórsstaðir 146037 - Umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1409021Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 27. október sl. byggingar áform vegna viðbyggingar við íbúðarhúsið að Halldórsstöðum á Langholti. Samþykkt þessi nær einungis til fyrst áfanga framkvæmdarinnar sem er bygging sólstofu vestan við íbúðarhúsið og er það í samræmi leyfisumsókn.

5.Borgarflöt 31 - Íslenskt Eldsneyti ehf. - Umsókn um lóð og framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1401064Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: 5. nóvember 2014 er Íslensku Eldsneyti ehf. kt. 6608130470 er veitt framkvæmda- og byggingarleyfi til að staðsetja eldsneytisbirgðartank undir vistvænt eldsneyti og setja niður sand- og olíuskilju á lóð nr. 31 við Borgarflöt 31 á Sauðárkróki, ásamt því að byggja rafmagnstöfluskúr.

6.Þrasastaðir 146917 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1410241Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Byggingarleyfisumsókn Jóns Elvars Númasonar kt. 040573-3809 og Írisar Jónsdóttur kt. 230271-5189, dagsett er 27. september 2014. Umsókn um leyfi til að byggja við og breyta íbúðarhúsi sem stendur á jörðinni Þrasastaðir (landnúmer 146917) í Fljótum. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 29. október 2014

7.Aðalgata 7 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1410270Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar: Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar kt.081170-5419 fyrir hönd Videosports ehf kt. 470201-2150 um endurnýjun rekstrarleyfis fyrir Mælifell, Aðalgötu 7, 550 Sauðárkrókur. Ekki var gerð athugasemd við umsóknina.

8.Víðidalur suðurhl. 146081 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1411128Vakta málsnúmer

Pétur Helgi Stefánsson kt. 120754-5649 f.h. db. Stefáns Haraldssonar kt. 120930-3039 sem er þinglýst eigandi jarðarinnar Víðidalur suðurhluti (landnr. 146081) Skagafirði, sækir um leyfi á grundvelli leyfis sýslumannsins á Sauðárkróki til einkaskiptatil þess að skipta út úr jörðinni landi 1, landi 2 og landi 3, Fylgjandi umsókn yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7730, dagsettur 17. nóvember 2014.
Á landinu Víðidalur suðurhluti (landnr. 146081) stendur íbúðarhús með matsnúmerið 214-0739. Á landinu Víðidalur suðurhluti land 1 er skógrækt.
Á landinu Víðidalur suðurhluti land 2 stendur hesthús með matsnúmerið 214-0740, hesthús með matsnúmerið 225-8882, fjárhús með matsnúmerið 214-0741, hlaða með matsnúmerið 214-0742, hlaða með matsnúmerið 225-8883 og véla/verkfærageymsla með matsnúmerið 214-0743. Landið Víðidalur suðurhluti land 3 er án húsa og annarra mannvirkja. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146081. Erindið samþykkt.

9.Þverá og Klón 146607 - Ábending um stofnun

Málsnúmer 1408110Vakta málsnúmer

Edda María Sveinsdóttir fh. Þjóðskrár Íslands bendir á í bréfi dagsettu 15. ágúst sl. að komið hafi í ljós misræmi í skráningu fasteignar sem skráð sé í fasteignaskrá Þverá og Klón, landnr. 146607, fastanúmer 214-3581, og að eignin sé óstaðfest í þinglýsingarbókum Sýslumanns. Við öflun gagna hefur komið í ljós að Þverá og Klón, landnr. 146607, fastanúmer 214-3581 er ranglega skráð í fasteignaskrá samkvæmt þinglýstum heimildum og er hér um tvær jarðir að ræða. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að vinna að málinu.

10.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarnefndar vegna 2015

Málsnúmer 1411087Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun vegna ársins 2015 . Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Heildarútgjöld kr. 46.870.529.- Samþykkt að vísa áætluninni til afgreiðslu Byggðarráðs

11.Melhóll (222630) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 1409101Vakta málsnúmer

Ásgeir Valur Arnljótsson kt. 190666-3369 og Valgerður Inga Kjartansdóttir kt. 170267-4519 eigendur landspildunar Melhóll ( landnr. 222630) sem verið er að stofna úr landi jarðarinnar Hóll (landnr. 146175), Tungusveit í Skagafirði , sækja umað fá samþykktan byggingarreit fyrir íbúðarhús á spildunni. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni gerir grein fyrir byggingarreitnum. Uppdrátturinn er í verki númer 771901, nr. S02 og er hann dagsettur 4. september 2014. Fyrir liggur umsögn minjavarðar varðandi fyrirhugaðan byggingarreit og veglagningu að honum. Erindið samþykkt.

12.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi og deiliskipulag

Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer

Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl. Frá eftirtöldum umsagnaraðilum hafa borist svör, Skipulagsstofnun, Orkustofnun, Minjaverði Norðurl. vestra og RARIK. Umsagnaraðilar gera ekki athugasemdir. Fyrir liggur skriflegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Skarðs og munnlegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Tungu. Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

13.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. Engar ábendingar eða athugasemdir hafa borist en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl.
Lögð er fram til samþykktar deiliskipulagstillaga vegna Depla. Greinargerð með skipulags- og byggingarskilmálum ásamt deiliskipulagstillögu. Deiliskipulagstillaga og greinargerð unnin hjá Landslag ehf landslagsarkitektum. Tillaga og greinargerð dagsett 03.11.2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

14.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178Vakta málsnúmer

Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. Engar ábendingar eða athugasemdir hafa borist en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl.
Lögð er fram til samþykktar breytingartillaga við Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021 vegna Depla. Breytingartillagan sem dagsett er 15.11.2014 er unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyn.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að auglýsa þessa breytingu á aðalskipulagi skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

15.Grófargil 146035. Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1410163Vakta málsnúmer

Stefán Ólafsson hrl. óskar umsagnar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna landskipta á jörðinni Grófargil, landnúmer 146035, þar sem Sigurður Haraldsson kt 070236-2659 hyggst skipta landspildu út úr jörðinni sinni. Fylgjandi umsókn er hnitsettur yfirlit-afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 3012, nr S-101 og er hann dagsettur 3. janúar 2014. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti.

Hildur Þóra greiðir atkvæði gegn afgreiðslu meirihluta nefndarinnar og leggur fram eftirfarandi bókun.
Samþykkt var samhljóða á sveitarstjórnarfundi þann 12. febrúar sl. að láta framkvæma lögfræðilega úttekt á jarðhita- og kaldavatnsréttindum sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að skýra lögformlega stöðu sveitarfélagsins. Var það gert af gefnu tilefni.
Á þeim hluta jarðarinnar Grófargils sem nú er til umfjöllunar er jarðhiti til staðar og fyrirliggjandi uppdráttur sem fylgir beiðni um landskiptin og lega þess skika sem skipta á út, sýnir augljósan tilgang um nýtingu þeirra hitaveituréttinda sem landinu fylgja. Fulltrúi VG og óháðra leggur því til að málinu verði frestað þar til lögfræðiálit það sem áður er vísað til liggur fyrir.

Fulltrúar meirihlutans telja að eigandi jarðarinnar sé í fullum rétti til að skipta landi sínu eins og aðrir landeigendur. Hvað landeigandi ætlar sér að gera með þann landskika liggur ekki fyrir og er að okkar mati annað mál og ekki næg ástæða til að hafna þessum skiptum. Við teljum mikilvægt að lögfræðilegri úttekt sem samþykkt var af sveitarstjórn 12 febrúar 2014 verði hraðað.

16.Hrolleifsdalsafrétt - stofnun fasteignar, þjóðlendur

Málsnúmer 1410193Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Páli Þórhallssyni og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun Hrolleifsdalsafréttar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til laga um skráningu og mat fasteigna og laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta með síðari breytingum. Fylgjandi umsókn eru úrskurðarorð Óbyggðarnefndar, úrdráttur úr máli nr. 2/2009, ásamt uppdrætti, landspildublaði. Erindinu frestað og óskað verður eftir nákvæmari uppdrætti.

17.Flókadalsafrétt - stofnun fasteignar - þjóðlendur

Málsnúmer 1410194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Páli Þórhallssyni og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun Flókadalsafréttar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til laga um skráningu og mat fasteigna og laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta með síðari breytingum. Fylgjandi umsókn eru úrskurðarorð Óbyggðarnefndar, úrdráttur úr máli nr. 2/2009, ásamt uppdrætti, landspildublaði. Erindinu frestað og óskað verður eftir nákvæmari uppdrætti.

18.Langhús 146848 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1410230Vakta málsnúmer

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, um framkvæmdaleyfi til eftirtalinna framkvæmda í landi Langhúsa í Fljótum.
Framkvæmdaleyfi til að vinna borplan vegna borunar vinnsluholu LH -2
Framkvæmdaleyfi til borunar vinnsluholu LH-2 og er áltluð dýpt holunnar 100-200 metrar.
Fylgjandi umsókn er: Samningur milli Skagafjarðarveitna og landeigenda, Nýtingarleyfi á jarðhita. Greinargerð frá ÍSOR, Íslenskum Orkuransóknum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja til við Sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

Fundi slitið.