Flókadalsafrétt - stofnun fasteignar - þjóðlendur
Málsnúmer 1410194
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 264. fundur - 19.11.2014
Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Páli Þórhallssyni og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun Flókadalsafréttar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til laga um skráningu og mat fasteigna og laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta með síðari breytingum. Fylgjandi umsókn eru úrskurðarorð Óbyggðarnefndar, úrdráttur úr máli nr. 2/2009, ásamt uppdrætti, landspildublaði. Erindinu frestað og óskað verður eftir nákvæmari uppdrætti.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.
Skipulags- og byggingarnefnd - 278. fundur - 25.11.2015
Á fundi skipulags- og byggingarnefndar 19.11.2014 var tekið fyrir erindi forsætisráðuneytisins varðandi stofnun Flókadalsafréttar sem þjóðlendu. Á fundinum 19.11.2014 var eftirfarandi bókað:
”Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Páli Þórhallssyni og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun Flókadalsafréttar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til laga um skráningu og mat fasteigna og laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta með síðari breytingum. Fylgjandi umsókn eru úrskurðarorð Óbyggðarnefndar, úrdráttur úr máli nr. 2/2009, ásamt uppdrætti, landspildublaði. Erindinu frestað og óskað verður eftir nákvæmari uppdrætti.“
Á fundi í maí 2015 með Sigurði Erni Guðleifssyni lögfræðing í forsætisráðuneytinu var farið yfir málið og sjónarmið skýrð, þá liggur fyrir tölvubréf frá forsætisráðuneytinu, Regínu Sigurðardóttur þar sem sjónarmið ráðuneytisins eru skýrð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
”Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Páli Þórhallssyni og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun Flókadalsafréttar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til laga um skráningu og mat fasteigna og laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta með síðari breytingum. Fylgjandi umsókn eru úrskurðarorð Óbyggðarnefndar, úrdráttur úr máli nr. 2/2009, ásamt uppdrætti, landspildublaði. Erindinu frestað og óskað verður eftir nákvæmari uppdrætti.“
Á fundi í maí 2015 með Sigurði Erni Guðleifssyni lögfræðing í forsætisráðuneytinu var farið yfir málið og sjónarmið skýrð, þá liggur fyrir tölvubréf frá forsætisráðuneytinu, Regínu Sigurðardóttur þar sem sjónarmið ráðuneytisins eru skýrð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015
Afgreiðsla 278. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.