Fara í efni

Umsagnarbeiðni - tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.

Málsnúmer 1411145

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 106. fundur - 19.11.2014

Tekin var fyrir umsagnarbeiðni vegna tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll.
Umhverfis- og samgöngunefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar tillögu til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll. Nefndin hvetur alþingi til að skoða fleiri kosti í millilandaflugi, m.a. Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem áður hefur komið sterklega til greina sem millilandaflugvöllur vegna góðra aðflugsskilyrða og annara öryggisþátta.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 106. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.